Augnlok
Föstudaginn 12.mars kl.17:00 - 19:00.
Kubburinn, Laugarnesvegi 91.

Einkasýning Helenar Svövu Helgadóttur, Augnlok, opnar föstudaginn 12. mars.
Sýningin tilheyrir röð einkasýninga  útskriftarnema við meistaranám myndlistardeildar Listaháskóla Íslands vorið 2021.
 

img_2087.png
 

Röð einkasýninga meistaranema í myndlist vorið 2021

Sýningarnar eru hluti af lokaverkefnum nemenda og eru vettvangur þar sem tækifæri gefst til að láta reyna á eigin listrænu sýn og ákvarðanatöku innan ramma námsins. Lokaverkefnin eru þáttur í tveggja ára MA námi nemenda þar sem þeir hafa þróað áfram eigin aðferðir, rannsóknir og samhengi. Í vor verður svo einnig haldin útskriftarsamsýning í Nýlistasafninu í Marshallhúsinu.

Meistaragráðan í myndlist byggist á ofangreindum einkasýningum og gagnrýnum íhugunum varðandi þær, listaverki á samsýningunni í Nýlistasafninu, faglegum vinnubrögðum ásamt meistararitgerð þar sem fram koma aðferðir, efnisinntak, samhengi og greinargerð um lokaverk. Sýningarnar eru í Kubbnum, galleríi myndlistardeildar í Laugarnesi og RÝMD, nemendagallerí myndlistardeildar í Breiðholti.

Opnunartími sýninga

Kubburinn - miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur frá 13:00 – 17:00 í vikunni eftir opnun.
RÝMD -  alla daga frá 14:00 – 18:00 í vikunni eftir opnun.

Dagskrá:

26. febrúar: Brian Wyse – Kubburinn opnun kl. 17:00 - 19:00
27. febrúar: Romain Causel – RÝMD opnun kl. 17:00 - 19:00
12. mars: Helen Svava Helgadóttir – Kubburinn opnun kl. 17:00 - 19:00
13. mars: Auður Aðalsteinsdóttir – RÝMD opnun kl. 17:00 - 19:00