Einkasýning Heiðrúnar Sæmundsdóttir opnar fimmtudaginn 1. október kl. 17:00 – 19:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

ATH vegna núverandi ástands verður sýningin aðeins aðgengileg almenningi í gegnum beint streymi á vefnum kl. 17:30 sem nálgast má HÉR

ARFLEIFÐ

Sýningin Arfleifð nálgast handverk og textíl úr margvíslegum áttum, hvernig ólíkir heimar tvinnast saman og mynda að lokum eina heild. Efnið geymir sögu sem er í senn persónuleg og auðþekkjanleg. Hvert saumspor, hver hnútur, hver lykkja býr yfir gjörð, hreyfingu sem leiðir af sér næsta spor og svo það næsta og það næsta. Á bak við hverja gjörð er þekking sem hefur erfst milli kynslóða. Kunnátta sem leiðir okkur áfram.

 

Á tímabilinu 1. október - 26. nóvember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist