Einkasýning Hákons Bragasonar opnar fimmtudaginn 29.nóv kl. 17:00 – 19:00 í Huldulandi Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

8 Horn & Fleiri Línur

Ef þú stendur í einu horni og horfir á annað, þá verður hornið sem er fjær þér í metrum nær þér í hugsun. Það sama er hægt að segja um manneskju sem maður talar við í síma, sem virðist nær manni heldur en síminn sjálfur.

Ef þú heldur á málbandi í stað síma er möguleiki að mæla fjarlægð á milli þín og allra horna og staðsetja þig í rýminu með 8 eða fleiri línum.

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 4. október - 29. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Huldulandi norðanmegin í húsinu á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Facebook viðburðurAllar einkasýningar 3. árs nema í myndlist