Einkasýning Grétu Jónsdóttur opnar fimmtudaginn 24. október kl. 17:00 – 19:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Ræða: Í sviðsljósi árangurs

Verið velkomin! Endilega fáið ykkur drykk og komið ykkur vel fyrir í sæti eða bara eins og ykkur líður sem best.
Ég vil þakka öllum sem eru hér takk kærlega fyrir að koma og fagna hér með mér á þessari stóru stundu.
Þessi dagur er alveg svakalega stór og mikið afrek í mínu lífi. Ég kann virkilega mikið að meta að þið ákváðuð vera hér með mér að hvetja mig áfram. Þið eruð hér til staðar fyrir mig sem mínir vinir og vandamenn en einnig mínir gestir á þessari stundu.
Það er ekki oft sem að fólk fær að fagna svona stórum áfanga og afreki. Ef ég ætti að líkja þessu við eitthvað væri þetta svipað og að vinna Ólympíugull eða því að fá háttvirt verðlaun.

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 3. október - 21. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist