Ég man angan
Elísabet Kolbrá Úlfarsdóttir
Sýning Elísabetar ,,Ég man angan" opnar í Huldulandi þann 11. nóvember kl. 17:00
Kommóðurnar eru sögur án orða,
staður eða ferðalag sem myndast bara í huganum.
Hver skúffa er einn kafli, ein stund.
Skúffurnar geyma minningar okkar.
Sögur myndast, minnast, skapast
af lyktinni vegna persónulegra tengsla okkar.
Eru sögur ykkar eins?
Tengjum við álíka minningar við ákveðna ilmi?
Þekkir þú lyktina?
Er hún óþekkjanleg ef þú sérð ekki hvaðan hún kemur?
Hvaða sögu lest þú skúffu úr skúffu?