Þínar, mínar, okkar 
Brynja Rún Guðmundsdóttir

Sýning Brynju Rúnar ,,Þínar, mínar, okkar" opnar í Naflanum þann 7.október kl.17:00.

Þínar, mínar, okkar Tannheilsa er mikilvæg en oft fara ákvarðanir henni tengdar frekar að snúast um fegurðarstaðla en heilsu einstaklingsins sem gengur í gegnum réttingar. Tennur okkar eru mikilvægar sjálfsmynd okkar. Þegar einstaklingur fer í tannréttingar settur hann sjálfan sig í hendurnar á sérfræðingi og missir ákveðna stjórn á því sem er gert við tennurnar. Missir völdin á líkama sínum. Hert er á tanngarðinum, tennur færðar til, skrapaðar og munnurinn mótaður á allskyns hátt. Í því að missa stjórn á eigin líkama er ákveðin berskjöldun. Á vissan hátt eru tannréttingar fegrunaraðgerðir, tanngarðurinn og kjálkin er mótaður til að mynda ‘æskilegra’ form, sem henta betur til daglegra starfa tanna og til þess að fólk líti betur út. Margir hafa reynslu af tannréttingum og reynslu af því að vera óöruggir í eigin líkama á einhvern hátt. Með verkinu langar mig að velta upp mikilvægi heilbrigðrar sjálfsmyndar og því leyfa henni ekki að skekkjast og strekkjast í ferli eins og tannréttingum. Þegar við brosum opnum við okkur gagnvart umheiminum, hvort sem tanngarðar okkar eru hvítir eða gulir, hvort sem þeir bera spangir, séu skreyttir skökkum eða beinum tönnum.

Röð einkasýninga myndlistarnema á BA stigi

Á tímabilinu 30. september - 2. desember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.
Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.

Facebook viðburður Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist