Ég elska til þín​

Brynhildur Þórðardóttir
 
Sýningin opnar í Naflanum þann 25. nóvember kl. 17:00 - 19:00
Annar opnunartími - 28. nóvember kl. 14:00 - 17:00
 

Ástfangin erum við í faðmi hvors annars.

Við erum í frjálsu falli, óttalaus og heltekin af ást.
Tíminn virðist stoppa og sé eilífðina í augum þér.
Tveir líkamar sameinast.
 
Ég ranka við mér, opna augun.
 
Ég er móðir og þú ert faðir.
Viðurinn í barnarúminu, hvíti ljóminn af mjólkinni.
Ég er vökvasekkur, sem lekur.
Ég hef umturnast í einhvað sem er auðvelt að sulla með. 
Þú litla saklausa vera, átt nú líkama minn og alla mína sjálfsveru.
Verandi tvö erum við samt eitt.
 
Röð einkasýninga myndlistarnema á BA stigi
Á tímabilinu 30. september - 25. nóvember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.
Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.