Einkasýning BERG-MÁL opnar fimmtudaginn 8. nóvember kl. 17:00 – 19:00 í Nafla, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

BERG-MÁL

Hljóðið í fjallinu er þögnin í nátúrunni sem við upplifum sem innri ró með sjálfum okkur. Fjallið rís upp frá jörðu og stendur sterkt með rætur sínar grafnar djúft ofaní jörðu. Fjallið er þögult en samt hefur það svo margt að segja, við rætur fjallsins komumst við inní gil og hella  þar sem við komumst inní fjallið og kynnust því betur þar finnum við leyndardóma og dulúð fjalsins.

Bergmálið hellinum svarar kallinu með sama svari sem er tungumál fjallsins, bergmál.

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 4. október - 29. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Huldulandi norðanmegin í húsinu á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Facebook viðburðurAllar einkasýningar 3. árs nema í myndlist.