Einkasýning Bergs Nordals Gunnarssonar opnar fimmtudaginn 4. október 2018 kl. 17:00 – 19:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Mammæli

Sælar og blessaðar aðrar mæður!

Sonur minn, hann Bergur, á fjögurra ára afmæli næsta fimmtudag.
Ég hef skipulagt afmælisfögnuð fyrir börnin okkar heima hjá okkur á annarri hæð Laugarnesvegi 91. Vinsamlegast mætið ekki með börnin ykkar hingað fyrr en klukkan 5 í fyrstalagi. Þið getið svo náð í þau aftur um 8-9 leitið. Það verður heimagert sælgæti á boðstólum og stór afmæliskaka. Ef krakkinn þinn getur af einhverjum ástæðum ekki étið sykur skaltu merkja hann með barmmerki, eða á annan hátt, svo við getum fyrirbyggt allan misskilning.
Hann Bergur er mjög spenntur fyrir því að fá að fagna afmælinu sínu með krakkanum þínum.
Kær kveðja, Móðir.

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 4. október - 29. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Huldulandi norðanmegin í húsinu á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist