Einkasýning Andra Þórs Arasonar opnar fimmtudaginn 17. okt. 2019. kl. 17:00 - 19:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Sweet Dreams - Ljúfir Draumar
Innsetning eftir Andra Þór Arason

Í “Sweet Dreams - Ljúfum draumum”, kanna ég drauma. Mína eigin, drauma annara, draumóra, dagdrauma, martraðir, fyrirbæri sem tengjast draumum og hugmyndir um drauma.

Á sýningunni fylgjumst með vélmenninu “X”. Karakter sem hefur orðið að nokkurs konar þráhyggju fyrir mig að teikna. X, er karakter sem er upprunalega gerður til að koma hugmyndunum í mynd. Þar af leiðandi er hann tákn. En í hvert skipti sem ég teikna hann bætist við persónuleikan og er hann því í stöðugri þróun.

Myndheimurinn á sýningunni er sprottinn upp úr barnæsku og innblásin af vestrænum og japönskum teiknimyndum. Á sýningunni má sjá ýmis tákn úr þeim heimum. Í einu verkinu, þá sjáum við t.d. X fljúga upp með kúlu sem fleytir honum á loft. X flýtur svo um umkringdur ýmis konar táknum sem líkjast skýjum.

Líkt og í teiknimyndum eru mörg tákn til staðar í draumum, en hvað þau merkja og ef þau merkja eitthvað yfir höfuð er undir þér, áhorfandanum komið.

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 3. október - 21. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist.