Einkasýning Andreu Hauksdóttur opnar 30. nóvember kl. 17:00 – 18:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

ATH vegna núverandi ástands verður sýningin aðeins aðgengileg almenningi í gegnum beint streymi á vefnum kl. 17:45 sem nálgast má HÉR.

Auga fyrir auga; orð fyrir orð

„Innan mannfræðinnar er hugtakið menning notað þegar þekkingu er miðlað milli kynslóða og þá um allt það mannlegt atferli sem lært er innan eigin menningarhóps, til dæmis reglur um ættartengsl, kynhegðun, mataræði, samskipti við annað fólk, venjur og daglegar athafnir, trú og trúarathafnir og síðast en ekki síst tungumálið. Menning verður því til um leið og menn fara að búa til verkfæri og geyma þau til seinni nota og miðla þekkingu til komandi kynslóða með orðum og athöfnum.“

Undanfarið hefur listamaðurinn rannsakað þau skaðlegu áhrif sem kynjakerfið (e. patriarchy) hefur haft á okkur sem manneskjur, sem tilfinningaverur, sem vitsmunaverur, skaðað sjálfsmynd okkar, skaðað jörðina. Skapað heim þar sem helmingur mannkyns er kúgaður, og hefur þurft að lifa í lygi. Það skaðar ekki bara konur, þetta skaðar okkur bæði. Okkur öll.

Betur sjá augu en auga.
Við getum gert betur.
Við eigum öll betra skilið.

Fyrirgefðu.
Fyrirgefðu?
Fyrirgefðu!

Gefa.
Gefa hvað?
Fyrir.
Hvað er fyrir?

Forgjöf.
Gjöf til komandi kynslóða.

Á tímabilinu 1. október - 26. nóvember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Í hverri viku opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist