Nemendur á þriðja ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands standa fyrir sýningunni „Ef hval rekur á fjörur manns/Out of The Blue“ sem opnar klukkan 18:00 þann 24. nóvember næstkomandi við Laugaveg 105, í miðbæ Reykjavíkur.
Á sýningunni færð þú tækifæri til að stíga inn í heim hvalsins og komast í návígi við hann. Við bjóðum þér að horfast í augu við hvalinn og setja þig í spor(ð) hans. Mögulega verðið þið nánari fyrir vikið.
Samband manns og hvals á sér djúpar sögulegar rætur. Hvalurinn lifir löngu og viðburðaríku lífi sem einkennist meðal annars af ferðalögum, sterkum tilfinningum og fallegum söngvum. Umhverfið neðansjávar og ofansjávar getur haft mikil áhrif á hvalinn.
Dauða hvals ber að með ólíkum hætti og örlög hans samtvinnuð mikilvægum hringrásum. Hvalafall, hvalreki og skutull hvalveiðimannsins tilheyra öll þessu mengi.
Í þessari sýningu verða ólík örlög hvalsins könnuð í hönnunarlegu samhengi.
Forlög koma ofan að
örlög kringum sveima
(Persíus rímur, Guðmundur Andrésson)
Sýningin er afrakstur 13 vikna samstarfsverkefnis nemenda í áfanganum Stefnumót við hvali.
Sýningin hentar öllum aldurshópum.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Sýningaropnun föstudag 24.nóv 18-21
Opið laugardag og sunnudag 13-17
Gengið er inn um hurð á jarðhæð gegnt lögreglustöðinni, nær Hlemm.
 
Nemendur:
Elvar Þorri Örvarsson
Erla Sverrisdóttir
Hekla Dís Pálsdóttir
Kristrún Hulda Sigurðardóttir
Melkorka Milla Stefánsdóttir
Ragna Brekkan
Ríkey Magnúsdóttir Ringsted
Sigurður Einarsson Mäntylä
Svava Þorsteinsdóttir
Þórunn Harpa Garðarsdóttir
Umsjónarkennarar námskeiðsins:
Anna Diljá Sigurðardóttir
Rúna Thors
Kennarar:
Janosch Bela Kratz
Lee Lorenzo Lynch
Sam T. Rees
 
----------------------
 
Third year students of product design at Iceland University of the Arts are hosting the exhibition
"Ef hval rekur á fjörur manns/Out of The Blue", opening at 18:00 the 24.th of November at Laugavegur 105, downtown Reykjavík.
The relationship between man and whale has deep historical roots. The whale lives a long and eventful life characterized by travels, strong emotions and beautiful songs. The environment can greatly affect the whale, both above and below the surface of the sea.
The death of a whale occurs in different ways. In the instance of a Whale fall, when a whale strands, and at the hands of man; whaling.
In this exhibition, the different destinies of the whale will be explored in a design context. You will get an opportunity to step into the whale's world. Look the whale in the eye, feel it‘s magnificence. Hopefully you will gain a new perspective of the Whale.
 
From space, the planet is blue.
From space, the planet is the territory
Not of humans, but of the whale.
-Heathcote Williams Whale Nation
 
The exhibition is the result of a 13-week collaborative project by students in the course Stefnumót við Hvali (an encounter with a whale).
The show is suitable for all ages.
We hope to see as many of you as possible!
Exhibition Opening Friday 24th of November 18-21
Open Saturday and Sunday 13-17
 
Students:
Elvar Þorri Örvarsson
Erla Sverrisdóttir
Hekla Dís Pálsdóttir
Kristrún Hulda Sigurðardóttir
Melkorka Milla Stefánsdóttir
Ragna Brekkan
Ríkey Magnúsdóttir Ringsted
Sigurður Einarsson Mäntylä
Svava Þorsteinsdóttir
Þórunn Harpa Garðarsdóttir
Supervision/Teachers:
Anna Diljá Sigurðardóttir
Rúna Thors
Teachers:
Janosch Bela Kratz
Lee Lorenzo Lynch
Sam T. Rees
ad_finna_bein.jpg
 
lifbein_-_stilla_3.jpg
 
hvalafall_mynd.jpg
 
lifbein_-_stillur_2.jpg
 
hvalabein_i_hveri.png