Crossing Keyboards. Píanótónleikar í Norræna húsinu, þriðjudaginn 20. nóvember kl.19:00. 

Fram koma fjórir píanóleikarar í mastersnámi við Síbelíusar-akademíuna, þau Ezgi Göktürk, Arttu Ollikainen, Tatu Eskelinen og Anthony Hartono.

Tónskáld sem eiga verk á tónleikunum

  • Ludwig van Beethoven
  • Frederic Chopin
  • Johannes Brahms
  • Sergei Rakhmaninov
  • Maurice Ravel
  • Jean Sibelius
  • Einojuhani Rautavaara
  • Magnus Lindberg. 

Tónleikarnir eru haldnir að undirlagi Crossing Keyboards verkefnisins sem er samstarfsverkefni norrænna og baltneskra listaháskóla en hljóðfærabraut LHÍ er þátttakandi í því verkefni.

Aðgangur ókeypis og öllum heimil.

Nánar:

Dagana 19-23. nóvemeber 2018 heimsækja kennarar og nemendur úr Sibeliusarakademíunni í Helsinki tónlistardeild LHÍ, halda masterklassa og tónleika. 

Prófessorarnir Hui-Ying Tawaststjerna og Teppo Koivisto halda píanómasterklassa og nemendur SibA og LHÍ taka þátt í sameiginlegum vinnustofum og tónleikum.

Á tónleikum í Norræna húsinu sem fram fara þriðjudaginn 20. nóvember verða flutt eftirfarandi verk:

  • Jean Sibelius (1865–1957)
    13 smáverk, op. 76
    nr. 1 Esquisse / nr. 7 Affettuoso / nr. 9 Arabesque / nr. 10 Elegiaco
     
  • ​Ludwig van Beethoven (1770 - 1827)
    Sónata in As-dúr, op. 110
    Moderato cantabile molto espressivo
    Allegro molto
    Adagio ma non troppo – Allegro ma non troppo
     
  • Einojuhani Rautavaara 
    Etýða ”Thirds”, op. 42, nr. 1
     
  • Johannes Brayms (1833–1897)
    Þrjú Intermezzo úr Sex píanóverkum, op. 118
    nr. 1 in a-moll / nr. 2 in A-dúr / nr. 6 in e-moll 
     
  • Maurice Ravel (1875–1937)
    Ondine, úr Suite Gaspard de la Nuit
     
  • Jean Sibelius (1865–1957)
    Úr Fimm persónulegum svipmyndum (5 Characteristic Impressions)
    op. 103 nr. 1: Kirkjan í þorpinu
     
  • Frederic Chopin (1810-1849)
    Ballaða nr. 4 in f-moll, op. 52
    Pólónesa í As-dúr, op. 53

    Sergei Rachmaninoff (1873–1943)
    Sónata nr. 1 í d-moll op 28
    1. kafli: Allegro moderato 
     

  • Magnus Lindberg (f. 1958)
    Piano Jubilee 1 
     
  • Frederic Chopin 
    Etýða í As-dúr, óp. 10, nr. 10
     
  • Franz Liszt (1811–1886)
    Transcendental Etude nr. 10 in f-moll