Dagana 24.-26.mars mun samstarfsverkefnið "Crossing Keyboards" standa fyrir viðburðum í Reykjavík. Verkefnið hófst fyrir 6 árum og var stofnað af píanókennurum við tónlistarskóla í Helsinki, Riga, Tallinn, Reykjavík og Stokkhólmi.
 
Að þessu sinni eru það fulltrúar The Royal College of Music í Stokkhólmi sem heimsækja Ísland og halda bæði masterklassa og tónleika.
 
Tónleikarnir fara fram í Hannesarholti þann 24.mars kl 20:00 þar sem þau Klara Andersson, Eliot Nordqvist, John Nalan og Matilda Lindholm flytja klassísk meistaraverk fyrir píanó, en þau eru öll nemendur konunglega tónlistarháskólans í Stokkhólmi.
 
Frekari upplýsingar um viðburði Crossing Keyboards koma síðar.