Tónleikaröðin COWs samanstendur af þrennum tónleikum sem fara fram á vormisseri 2018 í Mengi. Á tónleikunum er flutt tilraunakennd tónlist af ýmsum toga eftir tónskáld hvaðanæva að. Á þriðju og síðustu tónleikum annarinnar er bandaríska tónskáldið Carolyn Chen í forgrunni en einnig hljóma verk eftir Birgit Djupedal og Einar Torfa Einarsson.

Líkt og áður verður boðið upp á verk sem eiga það sameiginlegt að vera á mörkum tónlistar, leikhúss og myndlistar. Tónleikarnir eru í samstarfi við Listaháskóla Íslands en hluti flytjenda stundar
nám við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, aðrir starfa og kenna
við sömu deild.

Flytjendur á tónleikunum 27. apríl:
Birgit Djupedal, Berglind María Tómasdóttir, Carolyn Chen, Einar
Torfi Einarsson, Örvar Erling Árnason, María Sól Ingólfsdóttir,
Valentin Valle Domring, Sigurður Einarsson o.fl.

EFNISSKRÁ

CAROLYN CHEN:

  • Declaration
  • In 1839 it was considered elegant to take a tortoise out walking.
  • Stomach of ravens
  • This is a Scream — an audio essay
  • Fine Feathered Friends

EINAR TORFI EINARSSON:

  • Urban/Nonurban distancing

BIRGIT DJUPEDAL:

  • #EqualPayDay in three movements

_______

Listræn stjórnun COWs: Berglind María Tómasdóttir
Tónleikaröðin er styrkt af Tónlistarsjóði og er í samstarfi við Listaháskóla Íslands.
Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 kr.