Colophon Foundry er alþjóðleg og margverðlaunuð leturstofa staðsett í London og Los Angeles. Colophon hannar, gefur út og dreifir hágæða leturgerðum í smásölu sem og fyrir einstaka tilefni, bæði fyrir prent og stafræna útgáfu.
 
Anthony Sheret eigandi og grafískur hönnuður og Edd Harrington eigandi og leturhönnuður hjá Colophon munu halda fyrirlestur við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands fimmtudaginn 27. febrúar klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A.
 
Fyrirlesturinn verður á ensku,
Öll velkomin.
 
Hægt er að lesa meira um Colophon Foundry hér: https://www.colophon-foundry.org/