Í tilefni af því að arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands sé nú búin að vera starfandi í 20 ár og að sl. vor hafi fyrstu meistarar í arkitektúr útskrifast á Íslandi, er kominn til landsins alþjóðlega þekktur og margverðlaunaður arkitekt frá Mexíkó; Tatiana Bilbao.  

Tatiana Bilbao hefur rekið eigin stofu í Mexíkóborg, Tatiana Bilbao Estudio, frá árinu 2004. Verk þeirra spanna vítt svið og hafa vakið verðskuldaða athygli út um allan heim. Þau leggja jafnan áherslu á þverfaglega nálgun viðfangsefnis, þar sem manneskjan og hennar félagslegu þarfir eru í fyrirrúmi, með það að markmiði að skapa arkitektúr sem er virðisaukandi fyrir nærumhverfið. Þau eru þekkt fyrir að setja fram hugmyndir sínar í handgerðum teikningum og módelum fremur en í tölvugerðum þrívíddarmyndum. 

Allir arkitektúr nemendur Listaháskólans fá að taka þátt í 5 daga masterclass námskeiði sem ber heitið CITY OF ROOMS og er undir leiðsögn Tatiönu.
Afraksturinn mun verða sýndur að því loknu í Tollhúsinu, 6. október kl.17:00.