Tónleikar í Salnum í Kópavogi sunnudagskvöldið 6. maí klukkan 20. 

Una Sveinbjarnardóttir, CAPUT-hópurinn og Hljómeyki frumflytja verk eftir Ásbjörgu Jónsdóttur, Sohjung Park, Steingrím Þórhallsson og Veronique Jacques sem öll útskrifast í vor frá tónlistardeild LHÍ þar sem þau hafa lagt stund á mastersnám í tónsmíðum.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Efnisskrá:

  • Ásbjörg Jónsdóttir: Máría: móðir Guðs og meyjan skæra (2018) fyrir kór og kammersveit
  • Sohjung Park: 'The mouse that ate fingernails (2018) fyrir sögumann og kammersveit
  • Steingrímur Þórhallsson / Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind): Heyrði ég í hamrinum (2018) fyrir tvær marimbur og kór
  • Veronique Jacques: Sceadu (2018) fyrir fiðlu og kammersveit 

Flytjendur:
Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleikari
Bragi Árnason, sögumaður
Hljómeyki - stjórnandi: Marta Guðrún Halldórsdóttir
CAPUT
Stjórnandi á tónleikunum: Guðni Franzson

- NÁNAR UM VERKIN - 

„Máría: móðir Guðs og meyjan skæra er fyrir blandaðan kór og kammersveit. Verkið er í 7 köflum og fer yfir viðburði í lífi Maríu, frá boðuninni þar til hún fer til himna. Á miðöldum voru hátt í tvöhundruð kirkjur helgaðar Maríu á Íslandi en Maríudýrkun var að festast í sessi á milli 12. og 13. aldar. Elsti íslenski Maríukveðskapur sem hefur varðveist er frá 12. öld. Varðveisla Maríukvæða og skylds efnis benda til þess að almenningur hafi verið trauður að segja skilið við Maríu eftir siðaskiptin. Heimildir benda einnig til þess að mest af þessum kveðskap hafi ekki verið notaður í litúrgíu guðsþjónustunnar. Síðasti kafli verksins inniheldur bænir til Maríu þar sem ég ímynda mér athöfn í Víðimýrarkirkju, sem er ein af örfáum varðveittum torfkirkjum landsins en kirkjan var helguð Maríu. Textarnir eru gamlir íslenskir textar um Maríu og eru bæði teknir úr bókinni Maríukver: sögur og kvæði af heilagri guðsmóður frá fyrri tíð sem Ásdís Egilsdóttir, Gunnar Harðarson og Svanhildur Óskarsdóttir tóku saman og úr Íslensk þjóðlög sem Bjarni Þorsteinsson tók saman.“

Ásbjörg Jónsdóttir

„With an inspiration from one Korean folk tale, my main goal of this final project is composing soundtracks for the story with some experimental attempts and cinematic materials.
Rhythmic sequences on the strings and building certain themes were main focus during the working process."

Sohjung Park

„Ljóð Huldu fjallar um samskipti við álfa og hudlufólk og er textinn afar kjarnyrtur. Tónmálið tekur mið af þessu þó af og til bregði fyrir lýrík. Áskell Másson kynnti mig fyrir marimbunni og hvatti mig til að nota hana í verki með kór, og er þetta líklega eitt afar fárra verka í heiminum með þessa hljóðfæraskipan. Alla vega í samtímatónlist.“

Steingrímur Þórhallsson

„Sceadu er hluti af rannsókn minni á landslagi og yfirfærslu þess í tónmál. Þungamiðja verksins er sambandið milli tveggja sjónarhorna á landslagið, milli fjarlægðar og nálægðar. Þessi tvö sjónarhorn endurspeglast í tónlistinni í tveimur aðskildum hlutverkum; einleiksfiðlan túlkar nálægðina en kamersveitin fjarlægðina í landslaginu.“

Veronique Jacques