Nemendur tónlistardeildar LHÍ og MÍT halda Bartók-hátíð helgina 17. - 18. mars næstkomandi.  Fjölbreytileg tónlist eftir ungverska tónskáldið og þjóðlagasafnarann hljómar í meðförum ungra tónlistarmanna í Kirkju óháða safnaðarins á tvennum tónleikum sunnudaginn 18. mars en að auki mun ungverski píanóleikarinn Péter Kiss halda opna masterklassa og fjalla um tónlist Bartóks í tónleikafyrirlestri laugardaginn 17. mars.  Bartók var frábær píanóleikari og brautryðjandi á sviði þjóðlagasöfnunar auk þess að vera eitt atkvæðamesta tónskáld Ungverjalands fyrr og síðar. 

Dagskráin er sem hér segir:
 

Laugardagur 17. mars:

 • Klukkan 10 - 12: Masterklass með Péter Kiss í flyglasal tónlistardeildar LHÍ við Skipholt 31. 
 • Klukkan 13 - 14:30: Tónleikafyrirlestur með Péter Kiss í sal MÍT við Skipholt 33.
 • Klukkan 14:30 - 17: Masterklass með Péter Kiss í sal MÍT við Skipholt 33.

Sunnudagur 18. mars:

 • Klukkan 14: Tónleikar í Kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56
 • Klukkan 16: Tónleikar í Kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56

Aðgangur að viðburðum er ókeypis og allir velkomnir.

Tónleikadagskrá:

Kirkja Óháða safnaðarins sunnudaginn 18. mars klukkan 14

Tónsmíðar eftir Béla Bartók (1881-1945)

 • Stella Maria Roloff, píanó: Úr Tíu léttum píanólögum: V. Kvöld í sveit (Este a székelyeknél) X. Bjarnardans
 • Magnús Stephensen, píanó: Úr Skissum op. 9b: I. Andlitsmynd af stúlku V. Rúmenskt þjóðlag
 • Klara Margrét Ívarsdóttir, píanó: Tvær drykkjuvísur úr Barnalögum 1
 • Hjalti Þór Davíðsson, píanó: Þrjú þjóðlög úr Csík-sýslu
 • Ingibjörg Ragnheiður Linnet, píanó: Sónatína: 1. Sekkjapípuleikarar. Allegretto; II. Bjarnardans. Moderato; III. Finale. Allegro vivace
 • Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó: Úr fjórum grátsöngvum Op. 9a: I. Adagio, II. Andante, III. Poco lento
 • Hildur Þóra Hallsdóttir, söngur og Hafsteinn Rúnar Jónsson, píanó: Falun - Þorpsmyndir: I. Pri hrabaní; II. Pri neveste
 • Baldvin Fannar Guðjónsson, píanó: Úr Mikrokosmos: Nr. 113. Búlgörsk hrynjandi (I); Nr. 114. Stef og viðsnúningur; Nr. 115 Búlgörsk hrynjandi (II); Nr. 116 Ljóð
 • Kári Egilsson, píanó: Úr Mikrokosmos: Nr. 129 Þríundir til skiptis (Váltakozó tercek); Nr. 130 Þorpsbrandari (Falusi tréfa)
 • María Oddný Sigurðardóttir, píanó: Úr Mikrokosmos: Sex dansar með búlgarskri hrynjandi nr. 1, 2 og 3
 • Emil Draupnir Baldursson, píanó: Úr Mikrokosmos: Dans nr.6 með búlgarskri hrynjandi
 • Alexandria Scout Parks, söngur og Matthías Páll Harðarson, píanó: Ungversk þjóðlög (1906): A kertmegi kert alatt. Ablakomba, ablakomba. Száraz ágtól messze virít. Végig mentem a tárkányi
 • Guðný Charlotta Harðardóttir, píanó: Rondó nr. 1 með þjóðlegum stefjum
 • Þórir Hermann, píanó: Rúmenskur dans nr. 1, op. 8a
 • Ástbjörn Haraldsson, píanó: Í víðerni (Szabadban). I. Með trommum og flautum - Pesante og II. Barcarolla - Andante
 • Snæfríður María Björnsdóttir, söngur og Elísa Elíasdóttir, píanó: Ungversk þjóðlög (1906). Elindultam szép hazámbul. Általmennék én a Tiszán ladikon.A gyulai kert alatt. Nem messze van ide kis Margitta. Végigmentem a tárkányi

Kirkja Óháða safnaðarins sunnudaginn 18. mars klukkan 16

Tónsmíðar eftir Béla Bartók (1881-1945)

 • Ísak Jónsson, píanó: Allegro barbaro
 • Ólína Ákadóttir, píanó: Bagatellur nr. 4, 5 og 6
 • Hrefna Svavarsdóttir, píanó: Bagatellur nr. 7 og 9
 • Mattias Martinez Carranza, píanó: Bagatella nr. 10
 • Kristján Harðarson, píanó: Bagatellur nr. 11 og 12
 • Ásthildur Ákadóttir, píanó: Úr Svítu op.14: I. Allegretto, II. Scherzo
 • Vera Hjördís Matsdóttir, söngur og Anela Bakraqi, píanó: Ungversk þjóðlög (1906): Tiszán innen, Tiszán túl, Erdők, völgyek, szűk ligetek, Olvad a hó, Kis kece lányom
 • Eliška Helikarová, söngur og Peter Máté, píanó: Ungverskt þjóðlag (1929): Kanásztánc
 • Herdís Ágústa Linnet, píanó: Ballaða úr 15 ungverskum bændasöngvum
 • Lilja Cardew, píanó: Úr Spuna op. 20 nr. 4 og nr. 5
 • Alexander Smári Kristjánsson Edelstein, píanó: Sónata (1926). III. Allegro molto
 • Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir, fiðla, Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla, Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla, Ragnar Jónsson, selló: Strengjakvartett nr. 6: I. Mesto - Vivace