BA einkasýningar 2022

Á hverjum fimmtudegi frá 29. september- 24. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.

Fyrsta opnunin fer fram í Laugarnesi fimmtudaginn 29.september //

Naflinn
PRIMAVERA
Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir  

Kubburinn
Blingalingaling
Iðunn Gígja Kristjánsdóttir 

Hulduland
„En barnið tilheyrir engum nema sjálfu sér og stjörnunum“
Ragnheiður Íris Ólafsdóttir