Rafall // Dynamo

18.05 – 29.05. 2022 // Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið

Listasafn Reykjavíkur hýsir útskriftarsýningu nemenda á BA stigi í myndlistardeild, hönnunardeild og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Á sýningunni getur að líta lokaverkefni 73 nemenda í myndlist, grafískri hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun. Verkin á sýningunni endurspegla áherslur, nám, rannsóknir og listsköpun nemenda síðastliðin þrjú ár. 

Sýningastjórar eru Arnar Ásgeirsson (myndlist), Rúna Thors (vöruhönnun), Þórunn María Jónsdóttir (fatahönnun), Adam Flint (grafísk hönnun), Dagur Eggertsson og Hjördís Sóley Sigurðardóttir (arkitektúr).

Sýningin stendur til mánudags 29. maí og er aðgangur ókeypis á meðan sýningunni stendur. 

Öll velkomin.

Rafall

BA sýning útskriftarnema Listaháskóla Íslands 2023 

Rafall er ummyndandi fyrirbæri; breytir vélrænni orku í straum sem líður fram á við. Sýningarheitið inniheldur bæði flæði og hreyfingu; gefur til kynna ólíkar einingar sem raðast upp og mynda heild. 

Rafall er líka táknmynd fyrir hömlulausan einstakling, orkumikinn, getumikinn og ákveðinn. 

Nemendur okkar spretta úr hamlandi aðstæðum heimsfaraldri, en sýna seiglu vélarinnar sem vinnur til framtíðar. ¡BANG! 

BA sýning Listaháskóla Íslands 2023 kynnir útskriftarverkefni yfir 70 nemenda af hönnunar-, arkitektúr- og myndlistarsviði. 

Rafall fagnar lokasprengingu nemenda okkar áður en þeir taka stökkið út í umheiminn og verða sköpunarkraftar morgundagsins. ¡BOOM! 

 

Dynamo 
Iceland University of the Arts BA Degree Show 2023 

A dynamo converts energy and creates forward motion. The exhibition name suggests a sense of flow and movement, as well as the idea of multiple elements coming together to create a unified whole. 

A dynamo is also a person who has boundless energy, enthusiasm, determination and ability. 

Springing out of adverse conditions global pandemic, our students display the resilience of a powerful machine that looks to the future. ¡BANG! 

The Iceland University of the Arts Degree Exhibition 2023 presents the final projects of more than 70 students from the Art, Architecture, and Design departments at BA level. 

Dynamo celebrates the final burst of creativity of our students before they enter the world to become tomorrows innovators. ¡BOOM! 

 

Dagskrá // Schedule

 

18. maí kl. 14:00 Opnun sýningar

20. maí kl. 12:00 Leiðsögn sýningastjóra upplýsingar HÉR

Verið hjartanlega velkomin á opnun útskriftarsýningar BA nemenda í myndlist, hönnun og arkitektúr, fimmtudaginn 18. maí milli kl.14:00-18:00 í Hafnarhúsinu.