Einkasýning Ráðhildar Ólafsdóttur Appelsínur eru skip opnar 19. október kl. 17:00 - 19:00 í Naflanum, Laugarnesi.
Sýningin er einnig opin laugardaginn 21. október 14:00 - 17:00 & sunnudaginn 22. október 14:00 - 17:00
 
Fætur sem kunna ekki muninn á tá og hæl,
bláminn sem þú þekkir aðeins úr draumi,
appelsínur sem skína,
appelsínur sem eru skip,
óútskýranlegur og óafsakanlegur söknuður.
 
appelsinur_eru_skip_800x600_radhildur_olafsdotti.jpg
Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 28. september - 16. nóvember 2023.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Sindri Leifsson.
 
Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.
Viðburðurinn á Facebook.