Útskriftartónleikar Anelu Bakraqi frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands fara fram fimmtudaginn 17.maí nk. klukkan 20 í Salnum, Kópavogi. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Á útskriftartónleikum sínum á píanó mun Anela leika verk eftir W.A. Mozart, A. Scriabin, J. Brahms, L.V. Beethoven, C. Debussy og S. Rachmanínov.

Anela hóf píanónám sitt átta ára gömul í Tónmenntaskólanum í Reykjavík hjá Áslaugu Guðmundsdóttur. Árið 2009 byrjaði hún í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Peter Máté og kláraði burtfararpróf vorið 2015. Sama ár byrjaði hún í hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands hjá Kristni Erni Kristinssyni. Samhliða námi sínu í Listaháskólanum hefur Anela lokið við fyrsta stig í Suzuki kennaranámi. Einnig hefur hún tekið þátt í mörgum verkefnum, til að mynda með Caput tónlistarhópnum, Strengjasveitum Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólans í Reykjavík, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og í barnóperu með Óp-hópnum. 

Efnisskrá:

  • W. A. Mozart: Sónata K. 333 í B-dúr
  • A. Scriabin: Deux Poémes op. 32
  • J. Brahms: Fantasíur op. 116 nr. 2, 6 og 7.
  • L. V. Beethoven: Bagatelle op. 126 nr. 2
  • C. Debussy: Etýða nr. 7. Pour les degrés chromatiques. 
  • S. Rachmanínov: Moments Musicaux op. 16 nr. 1, 3 og 4. 

Ljósmynd af Anelu: Leifur Wilberg.