Ami Sioux er bandarískur ljósmyndari og tónlistarmaður sem mun halda fyrirlestur í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands þriðjudaginn 20. nóvember klukkan 12:15, fyrirlesturinn er hluti af Gestagangi í nóvember.

 
Í fyrirlestri sínum mun Ami Sioux fjalla um starfsferil sinn sem ljósmyndari og fyrsta yfirlitsverk sitt From the Road. Bókin inniheldur ljósmyndir sem teknar voru í New York, Berlín, París, Tokyo og Los Angeles á árunum 2001 til 2018. Verkið samanstendur af portrettum, landslagsmyndum og óhlutbundnum ljósmyndum úr lífi hennar undanfarin sautján ár sem mynda einskonar ballöðu og gefa aðra hreyfingu til kynna en í fyrri verkum Sioux. Í síðustu þremur bókum sínum, Paris 48°N, Reykjavik 64ºN and Tokyo 35ºN, einbeitti hún sér að sambandi fólks við borgina sína. From the Road fjallar aftur á móti um lífið í hraða hversdagsins og sýnir portrett af elskendum og vinum innan um landslag, híbýli og hluti.
Ami Sioux er stofnandi prentverkaraðarinnar Zine Nº þar sem sjónum er beint að sambandi hönnuða og andargiftar þeirra. Sem tónlistarmaður hefur hún gefið út tvær plötur, To Take you Down og Stand Your Ground, og er sem stendur að taka upp sína þriðju plötu. Bók hennar From The Road mun á næstunni ferðast milli sýninga í New York, Los Angeles og Tokyo.
Hægt er að lesa um bókina og listakonuna á heimasíðu i-D magazine hér
 
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
ami_sioux_book_cover.jpeg