Sunnudaginn 6.maí klukkan 17:00 heldur Aldís Bergsveinsdóttir útskriftartónleika sína frá Listaháskóla Íslands í Hannesarholti. 

Á tónleikunum leikur Aldís fiðlusónötu nr. 1 eftir Grieg, 3 franska dansa eftir barokk tónskáldið Marin Marais, Adagio úr Arpeggione sónötu Schuberts og kammer verkið Dumka eftir Rebeccu Clarke. Meðleikari á tónleikunum er Richard Simm en auk hans koma fram Sigrún Mary McCormick á víólu og Anna Þórhildur Gunnarsdóttir á píanó. 

Með Aldísi leikur Richard Simm á píanó en auk þeirra koma fram með henni Sigrún Mary McCormick á víólu og Anna Þórhildur Gunnarsdóttir á píanó. Aðalkennarar Aldísar eru Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Svava Bernharðsdóttir á víólu. 

Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.

Ljósmynd: Leifur Wilberg