Afsakið ónæðið – tímabundin truflun í Listasafni Einars Jónssonar er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Listasafns Einars Jónssonar. Nemendur í sýningarstjórnun og nemendur úr alþjóðlegu meistaranámi í myndlist sameinast og galdra fram listasýningu inn í fastasýningu safnsins.

Einar Jónsson, sem var fyrsti myndhöggvari Íslands, bauð íslensku þjóðinni verk sín að gjöf árið 1909 með því skilyrði að byggt yrði safn til að hýsa þau. Safnið var opnað á Skólavörðuhæð árið 1923. Í byggingunni er safn verka hans varðveitt og þar var jafnframt vinnustofa og heimili þeirra Önnu Marie Mathilde. Einar taldi listarinnar best notið í kyrrð, fjarri ágangi auglýsinga til að forðast það að hégómleiki ríkti fremur en listin og setti því skýrar reglur um umgengni og meðferð verka hans í safninu.

Opnun verður 13. apríl kl. 17-19

Með sýningunni er gert stutt hlé á viðvarandi aðstæðum safnsins í þeim tilgangi að sjá rýmið og verkin með öðrum augum og koma jafnvel auga á eitthvað sem var áður óséð. Tíu listamenn úr mismunandi áttum frá hinum ýmsu löndum munu varpa tíu ólíkum sjónarhornum á Einar Jónsson, verk hans og á sama tíma á safnið sem sýningarrými.

Meðan á sýningartímanum stendur verður listamannaspjall eftirfarandi laugardaga:
20/04/2019 14:00 – 15:30
27/04/2019 14:00 – 15:30

Listamenn:

Nína Óskarsdóttir
Hugo LLanes
Jakob Nilsson
Pauline Brami
Guðrún Sigurðardóttir
María Sjöfn
Sísí Ingólfsdóttir
Mari Bø
Lukas Bury
Sabine Adam Fischer

Sýningarstjórar:

Gundega Skela
Stefanía dóttir Páls
Guðrún Heiður Ísaksdóttir
Ólöf Bjarnadóttir
Aðalsteinn Benediktsson
Elísabet Jónsdóttir

Facebook viðburður