Adapter vinnustofa með tónsmíðanemum LHÍ

Önnur vinnustofa Þýsk-íslenska hljóðfærahópsins Adapter með tónsmíða- og hljóðfæranemendum tónlistardeildar Listaháskólans verður haldin föstudaginn 27. jan. nk. Vinnustofan stendur frá 9-12 og fer fram í slagverksherbergi Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu.

Í vinnustofunni verða æfð og flutt verk Björns Pálma Pálmasonar (2. ár í meistaranámi), Veronique Jacques (1. ár í meistaranámi), Rögnvaldar Helgasonar (3. ár í bakkalárnámi) og Péturs Eggertssonar (2. ár í bakkalárnámi).

Vinnustofan er öllum opin meðan húsrúm leyfir.