Einkasýning Tómasar van Oosterhout Að hluta til opnar 19. október kl. 17:00 - 19:00 í Kubbnum, Laugarnesi.
Sýningin er einnig opin laugardaginn 21. október 14:00 - 17:00
 
Samsetning hluta er ákveðinn spuni.
Það er grunnhljómur í þessu öllu 
en alltaf er hægt að bæta við
litlum stefum, punktum og kommum. 
 
Samtal og taktur
myndast á milli
tveggja-þriggja-fjögurra hluta. 
 
Hvaða leyndarmálum
gætu borðið og málverkið
verið að deila sín á milli? 
 
Hvaða hvísluleikur
skyldi vera í gangi
á milli teikningarinnar og hillunnar? 
 
Hvaða innslag
kemur trékubburinn með?
Eða þú?
 
Samtíningur
héðan og þaðan.
Aðallega héðan.
 
Árvekni og forvitni
eru góð tól,
þau leyfa okkur
að kanna tengsl hlutanna,
að hluta til. 
 
tomas_van_oosterhout.jpg
 
Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 28. september - 16. nóvember 2023.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Sindri Leifsson.
 
Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.
Viðburðurinn á Facebook.