ÞETTA NÁMSKEIÐ ER FULLBÓKAÐ OG ÞVÍ EKKI HÆGT AÐ SÆKJA UM. 

Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir listafólk og kennara sem stýra verkefnum innan og utan stofnana. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Í þessu námskeiði verður farið yfir helstu hugtök og grunnatriði í verkefnastjórnun. Skoðuð verða helstu tæki og tól sem notast er við í verkefnastjórnun í dag. Nemendur kljást við raunhæf verkefni úr atvinnulífinu en um leið er reynt að tengja saman möguleika verkefnastjórnunar í kennslu og hópavinnu. Farið verður yfir aðferðir við skipulagningu og stjórnun verkefna sem og helstu þætti er tengjast áætlanagerð s.s. fjáröflun, áhættumat, kynningarmál og markmiðssetningu. Um fjölbreytta kennsluhætti verður að ræða; fyrirlestrar, umræður og verkefnavinna með áherslu á að efla virkni og þátttöku nemenda.
 
Námsmat: Þátttaka, virkni og verkefnaskil. 
 
Kennari: Valgeir Jens Guðmundsson. 
 
Staður og stund: Laugarnes, nánari upplýsingar síðar.
 
Tímabil: 16. október- 4. desember 2019. 
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) – 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249
 
Birt með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar.