Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir listafólk og kennara sem stýra verkefnum innan og utan stofnana. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Í námskeiðinu skipuleggja nemendur sjálfstæð verkefni í tengslum við atvinnulífið. Farið er yfir aðferðir við þróun, skipulagningu og stjórnun nýrra listviðburða og rýnt í áætlanagerð, fjáröflun, áhættumat, markmiðasetningu, kynningarmál, tengslanet, framkvæmd og matsaðferðir. Nemendur vinna að eigin verkefni sem einstaklingar eða í hópum.
 
Námsmat: Þátttaka, virkni og verkefnaskil. 
 
Kennari: Frímann Sigurðsson hefur lokið námi í verkefna- og verkferlastjórnun frá Kaospilot í Danmörku og markþjálfun og leiðtogaþjálfun frá Coaching Training Institute í Bandaríkjunum. Frímann hefur starfað við ráðgjöf, kennslu og þjálfun fyrir einstaklinga og hópa sem og stjórnun vinnuferla og verkefna. 
 
Staður og stund: Laugarnes, miðvikudagar 13- 15.50.
 
Tímabil: 10. október- 5. desember 2018. ATH. EKKI ER KENNSLA 24. OG 31. OKT.
 
Einingar: 6 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 73.500 kr. (án eininga) – 91.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 545 2249