Listaháskóli Íslands leitar eftir skipulögðum og drífandi einstakling með góða þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni í starf verkefnastjóra á alþjóðaskrifstofu. Um 100% starfshlutfall er að ræða. Leitast er eftir því að ráða sem fyrst í stöðuna.

Helstu verkefni eru m.a.:
  • Upplýsingagjöf og ráðgjöf til nemenda um tækifæri til námsdvalar erlendis.
  • Stuðningur við nemendur sem fara erlendis í skiptinám og starfsnám.
  • Umsjón með umsóknum og inntöku skiptinema til Listaháskólans í samráði við deildir skólans.
  • Móttaka erlendra nemenda og stuðningur við erlenda nemendur í samvinnu við deildir, námsþjónustu og námsráðgjafa.
  • Aðkoma að alþjóðlegum samstarfsverkefnum og þátttöku í samstarfsnetum eftir því sem við á.
  • Önnur verkefni s.s. þátttaka í þróun og stefnumótun, gæðastarf sem varðar alþjóðasamstarf og miðlun upplýsinga um alþjóðasamstarf auk þátttöku í viðburðum á vegum skólans.
Menntunar- og hæfiskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi.
  • Mjög góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Áreiðanleiki, framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.

Sótt er um starfið á ráðningarvefnum Alfred.is. Umsóknarfrestur er 25. september 2022.
Upplýsingar um starfið veitir Hulda Stefánsdóttir, sviðsforseti akademískrar þróunar, huldastefansdottir [at] lhi.is

Starfsumhverfi

Alþjóðaskrifstofa tilheyrir nýju sviði akademískrar þróunar. Því er ætlað að leiða og styðja við þróun á námi, kennslu og rannsóknum við Listaháskólann. Sviðið vinnur að þverfaglegum markmiðum, uppbygginu og þróun meistaranáms, undirbúningi doktorsnáms í listum og stefnumótun og eftirfylgni með stefnu skólans í samráði við aðra stjórnendur. Undir sviðið heyra listkennsludeild ásamt miðlægum akademískum stoðeiningum rannsókna- og kennslustuðnings, alþjóðaskrifstofu, bókasafns- og upplýsingaþjónustu og verkstæða.

Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðisviðinu listir. Starfsumhverfið er gefandi og kraftmikið samfélag nemenda sem stunda nám undir handleiðslu framúrskarandi listamanna og annarra sérfræðinga. Listaháskóli Íslands er leiðandi í sköpun og miðlun þekkingar í listum, eflir fagmennsku og er í fararbroddi fyrir þróun almennrar menntastefnu í listum. Starfsstöðvar skólans eru við Þverholt, Skipholt, Borgartún, Laugarnesveg og Austurstræti í Reykjavík.

Sótt er um starfið á ráðningarvefnum Alfred.is.

Umsóknarfrestur er 25. september 2022.

Upplýsingar um starfið veitir Hulda Stefánsdóttir, sviðsforseti akademískrar þróunar, huldastefansdottir [at] lhi.is

Siðareglur Listaháskóla Íslands