Vera Hilmarsdóttir
www.instagram.com/verahilmars_art

Ég tel að dýpsta þrá mannsins sé að eiga heima einhverstaðar, þar sem hann finnur samastað í formi ástar, viðurkenningar og tilheyrir einhverju stærra en sinni eigin tilveru. Það að þora að vera tilfinningalega nakin er nauðsynlegur þáttur þess að mynda sterk tengsl við aðra manneskju, það er hjarta og kjarni þroskandi upplifana mannsins. Þegar ástin er annars vegar er oftast talað um ást til elskhugans og minna um sjálfsástina. Hún er jafnvel enn mikilvægari en ástin til náungans því ástin byrjar í okkar eigin brjósti og maður getur ekki gefið eitthvað ef maður á það ekki.

Mannshugurinn er mér eilíft viðfangsefni. Bak við lokuð augu gerist eitthvað sem er ekki raunverulegt, tekur mann lengra en getur jafnframt fært mann nær sjálfum sér. Í verkum mínum leitast ég við að sýna áhorfandanum það sama og ég leita eftir, list sem færir fólki fallega sýn og færir það á annað stað andlega hvort sem það sé í formi minninga, ímyndunar eða leiðir huga þeirra áfram í óraunverulegan heim þeirra, hugleiðandi.