Vefsíða útskriftarverka nemenda í arkitektúr- og hönnunardeildum er nú komin í loftið. Þar er hægt að skoða útskriftarverk frá nemendum sem útskrifuðust úr arkitektúr, fatahönnun, grafískri hönnun og vöruhönnun. 
 
Smellið hér til að skoða síðuna. Vefslóðin er utskrifthonnun.lhi.is
 
Síðan kemur til með að vera vettvangur fyrir skráningu á útskriftarverkefnum framtíðarinnar og mun því virka sem ákveðinn gagnabanki fyrir þá sem eru áhugasamir um að fylgjast vel með útskriftarverkefnum hönnunar- og arkitektúrnema Listaháskóla Íslands.