Védís Pálsdóttir
http://cargocollective.com/vedispalsdottir
vedispals [at] gmail.com
 

Hvíti liturinn er yfirleitt tákn hreinleika og fullkomnunar. Hvítur er algengasti litur í öllum verksmiðjuframleiddum varningi, allt frá lyfjum og matvælum til bygginga. Hvers vegna skyldi svo vera? Birtist þar þrá mannsins eftir hreinleika og fullkomnun? Algengasta hvíta litarefnið er títaníum díoxið. Það er talið hreinasta hvíta litarefnið í heiminum. Efnið er unnið úr svartri steintegund sem kallast ilmenít. Í framleiðsluferlinu er svarti steinninn annaðhvort blandaður með brennisteinssýru eða klórgasi til að ná fram hvíta litnum en þau efni eru afar eitruð og mengandi. Hversu langt erum við tilbúin að ganga á náttúruna til þess að láta umhverfi okkar líta út fyrir að vera hreint og skjannahvítt?

///

White is the colour of purity and perfection. The white colour is the most commonly used pigment in industries where its use ranges from medication and food, to our walls of our homes. But why is white so popular? Does it reveal our human desire for purity and perfection? The most commonly used white pigment is titanium dioxide. It is considered the purest white pigment today. Titanium dioxide is mainly extracted mainly from the black mineral ilmenite. The white pigment is made by reacting the ores of titanium either with sulphuric acid or chlorine gas, which are extremely toxic materials. How far we are willing to go in order to make our surroundings look clean and white, regardless of the consequences?