Valgerður Ýr Magnúsdóttir
BA Myndlist 2017
valgerdurmagnusdottir.com

 

Í útskriftarverkinu leitast ég við að afmynda form málarastrigans og framkalla hreyfingu í áferð og lit. Andstæða og samspil lita drífur mig áfram. Mér finnst áhugavert að nota akrýlmálingu, sem er plastkennt, gervilegt efni, á hörstriga því að hann er mjög lifandi efni. Verkin bera með sér ummerki efniskönnunar. Stundum blandaði ég svo mikið vatn út í málninguna að það myndaðist málandi fljót í stúdíóinu mínu upp um alla veggi og gólf. Í nokkrum verkum eru leifar af öðrum, til dæmis bútar af málverkum sem hafa verið klippt í sundur. Óreiðu–kenndar pensilstrokur kalla á að augað leiti og fljóti með hreyfingu þeirra. Ég hef löngun til að láta hluti fljóta, vegna þess að við erum þannig að innan, allt er á hreyfingu og ekkert er í föstu formi.Í ferlinu treysti ég innsæinu og forðast það að hika, þar af leiðandi eru fæst verk byggð á fyrirfram ákveðinni hugmynd.