Sláðu inn leitarorð
Valey Sól Guðmundsdóttir
Geðveika konan
Hvort sem konur voru sendar á geðveikrahæli eða brenndar á báli þá hefur hugmyndin um konur sem geðveikar verur fengið að ágerast í samfélaginu í langan tíma. Samkvæmt forn-Egyptum átti legið að geta færst úr stað inni í konunni sem orsakaði geðheilsubrest kvenna. Seinna meir voru konur taldar geðveikar ef þær sýndu of miklar tilfinningar, of litlar tilfinningar, mikla kynlöngun, metnað til að mennta sig, pólitískan áhuga og margt fleira. Geðveiki stimpillinn var ákveðin aðferð til þess að stjórna hegðun kvenna.
Óstöðugar, óáreiðanlegar og ófyrirsjáanlegar í skapinu, bíddu—ertu á túr?
Djöfull er hún klikkuð, hún er alveg óð, ekkert smá brjáluð
Hvernig við tölum um konur í sambandi við geðsjúkdóma hefur fengið að dafna í samfélaginu í langan tíma, orðin hafa misst vægi, allar konur eru klikkaðar og sérstaklega fyrrverandi kærustur.
Got a long list of ex-lovers
They'll tell you I'm insane
–Taylor Swift
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Valey Sól G. (f.1994) ólst upp í Kópavogi. Hún vinnur að mestu með tímatengda miðla líkt og ljósmyndun, myndbönd, hljóð og innsetningar. Hún finnur sig knúna til þess að vinna með þær tilfinningar og þau málefni sem hrjá hana hverju sinni. Hún leitast eftir því að koma ákveðnum skilaboðum áfram til áhorfandans, og vonar að skilaboðin veki upp einhverjar tilfinningar.