Formleg brautskráning fer fram einu sinni á ári um mánaðamót
maí/júní. Nemendur sem hyggjast útskrifast þurfa að sækja um
brautskráningu til háskólaskrifstofu fyrir 15. mars. Mikilvægt er að
nemendur athugi hvort þeir fullnægi öllum skilyrðum til útskriftar áður
en þeir skrá sig.

Nemendur sem vantar 6 einingar eða færri til að útskrifast geta sótt
um brautskráningu að hausti (15. september) eða á miðjum vetri (15.
janúar) með sérstakri umsókn til rektors. Umsókn þarf að berast rektor
eigi síðar en 10. júní fyrir haustútskrift og 15. nóvember fyrir
miðsvetrarútskrift.

Við útskrift fá allir nemendur prófskírteini, tvö eintök af námsferli
á íslensku og ensku ásamt skírteinisviðauka (Diploma Supplement) sem er
lýsing á því námi sem viðkomandi hefur lokið. Skírteinisviðaukinn er
útgefinn á ensku.  Það er mikilvægt fyrir nemendur að láta hann fylgja
með þegar sótt er um nám erlendis þar sem hann inniheldur staðlaðar
lýsingar á náminu og stutta lýsingu á íslensku menntakerfi og
uppbyggingu þess.  Skírteinisviðaukinn fylgir prófskírteinum nemenda
þeim að kostnaðarlausu.

Hér má sjá sýnishorn af skírteinisviðauka (Diploma Supplement)