Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja fræðast um tónlist í íslenskum samtíma. Námskeiðið er valnámskeið á BA stigi tónlistardeildar.
 
Í námskeiðinu verða kenndar aðferðir til að búa til einfaldar útsetningar sem henta blönduðum hljóðfærahópum ungra nemenda. Nemendur skrifa útsetningar sem henta hljóðfærasamsetningu bekkjarins hverju sinni og flytja verkefni sín sjálf. 
 
Námsmat: Verkefni.
 
Kennari: Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir.
 
Staður og stund: Skipholt 31. Fimmtudagar 10:30-12:10
 
Tímabil: 23. jan - 31. mars, 2020.  
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Bakkalárgráða eða sambærilegt nám. Bakgrunnur í tónlist.
 
Nánari upplýsingar:  Sunna Rán Stefánsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: sunnaran [at] lhi.is