Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir til að skrifa útsetningar sem henta blönduðum hljóðfærahópum ungra nemenda. Nemendur skrifa útsetningar sem henta hljóðfærasamsetningu nokkurra hefðbundinna kammerhópa eins og strengjakvartett, tré- og málmblásarakvintett ásamt einni útsetningu fyrir stærri hóp, til dæmis fyrir lúðrasveit, stórsveit eða sinfónískrar hljómsveit.

Í lok námskeiðs á nemandinn að:

  • hafa öðlast færni í að útsetja tónlist fyrir smærri blandaða hljóðfærahópa á grunn og miðstigi,
  • þekkja þær tónsviðs-, tóntegunda- og hryntakmarkanir sem settar eru á hvoru stigi,
  • hafa tileinkað sér góðan frágang á raddskrám og hljóðfæraröddum.

Kennari: Elín Anna Ísaksdóttir
Námsmat: Verkefni
Staður og stund: Laugarnes, miðvikudaga, kl. 10:30-12:10
Tímabil: 1. mars til 3. maí 2023
Einingar: 5 ECTS
Verð: 5 eininga námskeið - 61.250 kr. (án eininga) / 76.500 kr. (með einingum)

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. Greiða þarf námskeiðagjöld 3 vikum áður en námskeið hefjast til þess að staðfesta þátttöku.

Nánari upplýsingar: Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Opna LHÍ, karolinas [at] lhi.is
Kennsluskrá: https://ugla.lhi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=76...