Aðgangur að safninu
Bókasafn Listaháskóla Íslands er fyrst og fremst ætlað nemendum og starfsfólki skólans,  búsettu á Íslandi og með íslenska kennitölu.  Erlendir nemendur og kennarar geta sótt um skammtímaskírteini.

Safnið er jafnframt opið öðrum 18 ára og eldri gegn gjaldi.  Lánsrétt hafa þeir sem skráðir eru með lögheimili á Íslandi og íslenska kennitölu.

Lánþegaskírteini
Lánþegar fá lánþegaskírteini gegn framvísun skilríkja.  Lánþegaskírteini til nemenda og starfsfólks er frítt og gildir út skólaárið.  Útskrifaðir nemendur fá ókeypis aðgang að safninu í eitt ár eftir útskrift. Aðrir borga 2000 kr. fyrir skírteini, sem gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Skírteini má endurnýja þegar það rennur út sé lánþegi skuldlaus við safnið.  Þegar rit er tekið að láni skal ávallt framvísa skírteini eða öðrum skilríkjum.

Ábyrgð lánþega

  • Lánþegum ber að tilkynna bókasafninu bústaðaskipti og breytt símanúmer og netfang sem og ef skírteini glatast.
  • Lánþegi ber fulla ábyrgð á þeim ritum sem lánuð eru út á skírteini hans.
  • Glatist eða skemmist rit í útláni, áskilur bókasafnið sér rétt til að innheimta bætur.
  • Lánþegar eru vinsamlegast beðnir að sinna tilkynningum um vanskil á gögnum safnsins sem sendar eru út vikulega.

Útlánstími

Hámarksfjöldi rita
Hámarksfjöldi rita sem lánþegi getur haft í einu eru 20 rit fyrir starfsmenn Listaháskóla Íslands, en 15 fyrir aðra.  Eingöngu má þó hafa hámark 5 geisladiska og 2 myndbönd/dvd diska í einu.

Skammtímalán
Við sérstakar aðstæður, vegna kennslu o.þ.h. er hægt að fá ýmsar handbækur safnsins í skammtímalán (1-3 daga lán) eftir samkomulagi.  Alfræðirit, orðabækur og vegvísar og fleiri þess háttar uppflettirit eru hinsvegar aldrei lánuð út.

Endurnýjun lána
Heimilt er að endurnýja útlán á gögnum ef enginn lánþegi er skráður á biðlista eftir þeim.  EKKI er þó hægt að endurnýja lán á gögnum sem eru komin fram yfir 1 mánuð í vanskil.

Lánþegar geta sjálfir endurnýjað útlán tvisvar á Leitir.is.

Rit tekin frá
Lánþegar geta sjálfir tekið frá efni á Leitir.is eða óskað eftir að rit sem er í útláni sé tekið frá fyrir þá.  Tilkynning er send lánþega,  þegar ritinu hefur verið skilað.

Vanskil
Lánþegar sem ekki skila á réttum tíma geta EKKI fengið lánuð fleiri gögn nema þeir hafi fyrst gert upp við safnið.

Lánþegum sem komnir eru í mikil vanskil  geta átt á hættu að missa lánsrétt sinn og rétt til að endurnýja þau rit sem þeir hafa að láni þangað til þeir hafa gert upp að fullu.