Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynna sér upplifunar- og útinám og nýta sér möguleika þess í kennslu/ miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Í námskeiðinu verða kynntar stefnur og straumar í kennslufræði og heimspeki upplifunar- og útináms.
 
Skoðuð verða ólík sjónarhorn út frá hugmyndafræði og kenningum í tengslum við upplifunar- og útinám og helstu frumkvöðlar kynntir.
 
Hugmyndafræði og kenningar verða settar í samhengi við kennslu og miðlun á ólíkum skólastigum s.s. grunn- leikskóla- og frístundastarf auk miðlunar í samfélaginu almennt (safnafræðsla, minni námskeið, útivist og skapandi nám, ferðamennska). Skoðaðar verða hugmyndir um samþættingu námsgreina og rýnt í aðalnámsskrá grunnskóla með sérstaka áherslu á sjálfbærni og læsi í víðum skilningi
 
Námsmat: Viðbrögð við lesefni og verkefni.
 
Kennari: Ólafur Oddsson, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir ofl.
 
Staður og stund: Laugarnes, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9.20- 12.10.
 
Tímabil: 2.- 11. október 2018.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Námskeiðið er opið kennurum og listafólki með BA gráðu/ sambærilegt nám eða öðru fólki með starfsreynslu með börnum/ ungmennum.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249