Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er kennt á ensku. Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Skyldunámskeið í BA námi í myndlist.
 
Í námskeiðinu er fengist við þau umbrot og breytingar sem einkennt hafa hugmyndir manna um hlutverk og eiginleika myndrænnar framsetningar á tvívíðum fleti allt frá fæðingu módernismans. Málverkið hefur sem miðill gengið í gegnum bæði dauða og endurfæðingu á þessum tíma og ljósmyndin hefur fundið sér stað sem einn veigamesti þáttur samtímalistarinnar.
 
Lögð er sérstök áhersla á möguleika þessara miðla til þess að kanna raunveruleikann og þær hugmyndafræðilegu forsendur sem slík könnun byggist á. Kenningar um hvernig við skynjum tvívíða myndlist voru fyrirferðarmiklar í listfræði síðustu aldar og eru þær áherslur skoðaðar sérstaklega.
 
Námsmat: Ritgerð, heimapróf og smærri verkefni.
 
Kennari: Heiðar Kári Rannversson.
 
Staður og stund: Laugarnes, þriðjudagar kl. 8.30 -10.10.
 
Tímabil: 9. janúar - 20. mars 2018.
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) – 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Stúdentspróf.
 
Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is