
myndir // owen fiene
myndir // owen fiene
Listamaðurinn útskrifast aldrei. Hann er alltaf á leiðinni.
Sviðslistir og list leikarans eru listir augnabliksins. Leikari verður að vera frjáls hvert augnablik í listsköpun sinni. Okkar markmið er að nemendur hvíli í sjálfum sér og upplifi sig sem farveg fyrir þá sögu sem sögð er, það listaverk sem fæðist.
Nám í leiklist miðar að því að afhenda nemendum verkfæri sem auðvelda aðgengi að eigin sköpunarkrafti sem hægt er að miðla til áhorfenda.
Með því að spegla sig í ljósi sögunnar, horfa til framtíðar og meta líðandi stund frá mörgum sjónarhornum hefur leikari mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu.
Halldóra Geirharðsdóttir