UNA VALRÚN

 

Til að sanna tilvist sína skrifar hún.

Orð hennar eru einlæg og sterk. Þau glóa af ástríðu og hvíla í viskunni.

Hennar veröld er mikil, en hún missir fótfestuna þegar orðin skilja hana eftir eina.

Hún er allstaðar en aldrei neinstaðar til.

Hún er gegnsæ, en í gegnum hana sér enginn.

Hún safnar örum, sem sýna að hún lifir.

Einn staður er henni ekki nægur.

Hún vill dreifast um, líkt og sandkorn í svartasta hafi, skolast upp á strönd og gleyma.

Tilfinningarnar er það eina sem hún klæðist en þær stinga og klæja.

Á ferð finnur hún minna.

Með vindinum tæmist gatan.

Á eftir storminum kemur kyrrðin.

Dauðinn færir henni hreint blað.

Fegurðin er það eina sem hún þráir.

Hún lokar augunum og lætur sig fljóta.

Borderline

To prove her existence, she writes.

Her words are strong and pure. They glow of passion, yet they rest in realisation.

She is everywhere, but nowhere to be found.

You would call her sheer, but through her you can not see.

She is a collector of scars, they are her evidence of life.

She is never grounded.

She wants to drift through the blackest ocean, be the smallest grain of sand.

She wears her emotions, they itch and burn.

If she keeps her pace, she feels less.

The wind clears the street.

Beauty is her sight.

With her eyes shut, she floats.