Una Þorleifsdóttir, lektor á sviðshöfundabraut.

Kjarni náms á sviðshöfundabraut er þróun sviðslistamannsins sjálfs. Áherslan er á að nemendur þrói með sér listræna sýn og nálgun við miðilinn sem höfundar og verði að námi loknu sjálfstæðir skapandi sviðslistamenn. Nemendur kynnast ólíkum aðferðum, allt frá hefðbundinni leikstjórn til óhefðbundinna samsetningaraðferða, með það að markmiði að öðlast skilning og þekkingu á möguleikum miðilsins. Mikil áhersla er lögð á frumsköpun nemenda og jafnframt á að þeir þrói með sér nálgun og aðferðir við sviðsetningu og sköpun sem styrkja sýn þeirra á miðilinn.