Meistara- og diplómanám í kennslu

Meistaranám í listkennslu og aðfararnám í listkennslufræðum  
11. nóvember 2022 - 15. maí 2023

Umsækjendur með meistaragráðu í tónlist / sviðslistum geta sótt um 60 ECTS diplómanám í listkennslufræðum, með það fyrir augum að hefja nám á vorönn 2022. Allar aðrar námsleiðir í listkennsludeild eru með inntöku fyrir haustönn 2022.

Meistaranám í kennslufræðum  
11. nóvember 2022 - 15. maí 2023

Meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu  
11. nóvember 2022 - 15. maí 2023

ATH! Ekki er tekið inn í MEISTARANÁM í hönnun og sviðslistum fyrir skólaárið 2022 - 2023

Bakkalárnám

Opnað fyrir umsóknir í bakkarlárnám 9. janúar 2023. 

Umsóknarfrestur er 12. apríl 2023 fyrir allar deildir nema Leikarabraut, Sviðshöfundabraut og Alþjóðlega samtímadansbraut en þar opnar fyrir umsóknir haustið 2023.

Sviðlistadeild:

Leikarabraut

Haust 2023

Sviðhöfundabraut

Haust 2023

Alþjóðleg samtímadansbraut

Haust 2023

 

 

Alþjóðlegt meistaranám

Opnað verður fyrir umsóknir í allt meistaranám 12. nóvember 2021. 

Fyrsti umsóknarfrestur er 24. janúar 2022. 

Seinni umsóknarfrestur er 4. apríl 2022. 

Ekki er tekið inn í meistaranám í sviðslistum og í hönnun fyrir haustið 2022.

Ath. aðeins einn umsóknarfrestur er í MA í Arkitektúr, 4. apríl 2022

 

 

Opni Listaháskólinn

Opið er fyrir umsóknir allt skólaárið. Hægt er að sækja um stök námskeið á síðu Opna Listaháskólans hér.
 

Algengar spurningar varðandi umsókn og inntöku í LHÍ

 
Hvað er staðfest afrit af prófskírteini? 
Staðfest afrit af prófskírteini/námsferli, er skjal frá þeim skóla sem umsækjandi útskrifaðist úr. Skjalið þarf að vera skannað frumrit eða staðfest afrit með stimpli og undirskrift frá viðkomandi skólaskrifstofu, þar sem kemur fram listi yfir námskeið, einingar og einkunnir.
 
Ég uppfylli ekki inntökuskilyrði, get ég samt sótt um?
Heimilt er að veita inngöngu í skólann þeim umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til náms við skólann. Umsækjandi um bakkalárnám þarf að hafa lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu til að fá inngöngu á undanþágu. 
 
Ég útskrifast eftir að umsóknarfrestur er liðinn og er ekki komin með prófskírteini. Hvað geri ég?
Hægt er að skila inn námsferilsblaði frá skrifstofu þess skóla sem umsækjandi stundar nám við, sem sýnir námsframvinduna og staðfestingu á fyrirhugaðri útskrift. Gögnunum er hlaðið upp í umsóknarformið. Prófskírteini þarf síðan að skila inn til skólans í júní fái umsækjandi inngöngu.
 
Hversu margir eru teknir inn á hverju ári?
Inntökufjöldi er breytilegur eftir árum og fer að mestu leyti eftir heildarnemendafjölda. Í BA nám í myndlist eru teknir inn 25-30 nemendur og í BA nám í hönnun alls 40-45, í BA nám í arkitektúr um 15 og í BA nám í sviðslistum alls 30-36. Í tónlistardeild og listkennsludeild er inntökufjöldi breytilegur.
 
Get ég fengið metnar einingar frá fyrra námi?
Nemendur sem hafa fengið inngöngu geta óskað eftir að fá einingar metnar úr fyrra námi, hvort sem er sérnámi eða háskólanámi. Sótt er um það strax í upphafi náms með því að skila inn viðeigandi gögnum. Nemandi sem útskrifast frá Listaháskóla Íslands þarf að hafa tekið eigi minna en helming náms síns við skólann.
 
Er hægt að fara í skiptinám frá Listaháskólanum?
Já, Listaháskólinn er í samstarfi við fjölmarga listaháskóla erlendis í gegnum alþjóðleg samstarfsnet. Mismunandi er eftir deildum og brautum hvenær á námsferlinum nemendur geta farið í skiptinám.
 
Er hægt að fara í styttri námsdvalir til útlanda?
Já, Listaháskólinn er í tengslum við fjölmarga listaháskóla erlendis í gegnum alþjóðleg samstarfsnet sem bjóða upp á styttri námskeið sem nemendur geta sótt um að taka þátt í.
 
Er hægt að fara í starfsnám sem hluta af námi við Listaháskólann?
Hægt er að fara í starfsnám sem hluta af námi en reglur eru mismunandi eftir deildum og brautum. Einnig eiga allir nemendur rétt á að sækja um starfsnám að námi loknu með tilheyrandi Erasmus styrk í allt að 12 mánuði.
 
Á hvaða tímum fer kennsla fram?
Nám í Listaháskólanum er staðarnám og er kennt á dagvinnutíma með undantekningum hjá einstaka brautum. Mætingaskylda er í Listaháskólanum. 
 
Hvernig skiptast annirnar á skólaárinu?
Skóladagatal Listaháskólans er hér.
 
Er hægt að vera í hlutanámi?
Miðað er við að nemendur stundi fullt nám, 30 einingar á önn. Í sumum deildum býðst að taka námið á lengri tíma.
 
Hvað kostar nám við Listaháskólann? 
Hér má finna upplýsingar um skólagjöld.