Umsóknarferli

1. Nemandi finnur móttökuaðila. (Æskilegt er að móttökuaðili liggi fyrir þegar nemendur sækja um styrk, en það er þó ekki nauðsynlegt).
 
2. Nemandi sem stefnir á starfsþjálfun eftir útskrift fyllir út umsókn um Erasmus styrk inn á UGLU. Umsóknarfrestur er 1. júní 2023.
 
Athugið að nemendur þurfa ekki að skila neinum viðhengjum (síðasta skref í umsókn).
 
Nemendur sem vilja sækja um styrk fyrir starfsþjálfun á meðan námi stendur skulu hafa samband við alþjóðaskrifstofu.
 
 

Undirbúningur starfsnáms

Nemandi hefur samband við alþjóðaskrifstofu til þess að ganga frá námssamningi og styrksamningi, sjá leiðbeiningar.
 
Eftir að móttökuaðili liggur fyrir er mikilvægt að nemendur hefji undirbúning á starfsnámi tímanlega þar sem það getur tekið tíma að útbúa og undirrita alla samninga.
 
Gert er ráð fyrir að nemendur hafi gengið frá samningum ekki seinna en þremur vikum fyrir brottför. 
Ekki er hægt að ganga frá samningum eftir að starfsnám hefst.
 
Fjármáladeild greiðir styrki út á tveggja vikna fresti.
 

Mikilvæg atriði

Nemendur eru hvattir til þess að kynna sér vel skilgreininar og gæðaramma LHÍ vegna starfsþjálfunar.
 
Áður en starfsnámssamningur er gerður er mikilvægt að nemendur eigi samtal við móttökuaðila um hverskonar væntingar nemandinn hefur til starfsþjálfunarinnar og hvaða væntingar móttökuaðilinn hefur til nemandans. Einnig þarf að vera skýrt hverskonar verkefni nemandinn mun taka sér fyrir hendur og hvernig vinnufyrirkomulagi verði hagað.
 
Nemendur og móttökuaðili skulu vera heiðarlegir í samskiptum.
 
Mikilvægt er að nemendur haldi tímadagbók með þeim tímum sem þeir vinna fyrir móttökuaðila, sérstaklega ef fyrirséð er að vinnutími verði óreglulegur.
 
Ef leita þarf aðstoðar vegna ágreinings milli aðila eða á meðan starfsþjálfun stendur er mikilvægt að nemandi eða móttökuaðili hafi samband við alþjóðaskrifstofu.
 
Nemendur skulu lesa vel yfir skilmála samninga og ganga úr skugga um að þeir geri sér grein fyrir innihaldi þeirra.
 
Lágmarksdvöl er tveir mánuðir og einungis er veittur styrkur fyrir þann tíma sem dvalið er hjá móttökuaðila.

 

Við lok starfsþjálfunar

Eftir að starfsþjálfun lýkur þarf nemandi að standa skil á eftirfarandi gögnum:
 
1. Traineeship certificate undirritað af móttökuaðila. Nemandi biður móttökuaðila að senda skjalið til alþjóðaskrifstofu. Skjalið má nálgast skjalið hér til hliðar.
 
2. Fylla út EU participant report (sendist sjálfkrafa í lok starfsþjálfunartímabils á uppgefið tölvupóstfang í umsókn).
 
3. Taka síðara OLS tungumálapróf (ef við á).
 
Eftir að nemendur hafa lokið öllum skrefum að ofan er hægt að óska eftir lokgreiðslu hjá alþjóðaskrifstofu. 

Eyðublöð

 

Traineeship Certificate - eftir starfsnám

Tengiliður vegna starfsnáms

Alþjóðaskrifstofa

Heba Eir Kjeld

exchange [at] lhi.is

international [at] lhi.is (Bóka viðtal)