Umsóknarferli

1. Nemandi finnur móttökuaðila. (Æskilegt er að móttökuaðili liggi fyrir þegar nemendur sækja um styrk, en það er þó ekki nauðsynlegt).
 
2. Nemandi fyllir út umsókn um Erasmus+ styrk. Umsóknarfrestur er 1. mars 2019. Veljið 2018-2019 fyrir starfsnám að sumri, veljið 2019-2020 fyrir starfsnám eftir útskrift. Fylgigögn með umsókn (hengd við rafræna umsókn): 100-200 orð um markmið nemanda með starfsnámi sínu og rökstuðningi á vali á móttökuaðila.
 
3. Nemandi hefur samband við alþjóðaskrifstofu til þess að ganga frá námssamningi og styrksamningi, sjá leiðbeiningar að neðan.
 

Undirbúningur starfsnáms

Eftir að móttökuaðili liggur fyrir er mikilvægt að nemendur hefji undirbúning á starfsnámi tímanlega þar sem það getur tekið tíma að útbúa og undirrita alla samninga.
 
Gert er ráð fyrir að nemendur hafi gengið frá samningum ekki seinna en þremur vikum fyrir brottför. 
Ekki er hægt að ganga frá samningum eftir að starfsnám hefst.
 
Fjármáladeild greiðir styrki út á tveggja vikna fresti.
 

Góð ráð í undirbúningi starfsþjálfunar

Nemendur eru hvattir til þess að kynna sér vel skilgreininar og gæðaramma LHÍ vegna starfsþjálfunar.
 
Áður en starfsnámssamningur er gerður er mikilvægt að nemendur eigi samtal við móttökuaðila um hverskonar væntingar nemandinn hefur til starfsþjálfunarinnar og hvaða væntingar móttökuaðilinn hefur til nemandans. Einnig þarf að vera skýrt hverskonar verkefni nemandinn mun taka sér fyrir hendur og hvernig vinnufyrirkomulagi verði hagað.
 
Nemendur og móttökuaðili skulu vera heiðarlegir í samskiptum.
 
Mikilvægt er að nemendur haldi tímadagbók með þeim tímum sem þeir vinna fyrir móttökuaðila, sérstaklega ef fyrirséð er að vinnutími verði óreglulegur.
 
Ef leita þarf aðstoðar vegna ágreinings milli aðila eða á meðan starfsþjálfun stendur er mikilvægt að nemandi eða móttökuaðili hafi samband við alþjóðaskrifstofu.
 
Nemendur skulu lesa vel yfir skilmála samninga og ganga úr skugga um að þeir geri sér grein fyrir innihaldi þeirra.
 
Lágmarksdvöl er tveir mánuðir og einungis er veittur styrkur fyrir þann tíma sem dvalið er hjá móttökuaðila.

 

Undirbúningsferlið

1. Nemandi ræðir verkefni og vinnufyrirkomulag við móttökuaðila.
 
2. Nemandi sendir eftirfarandi til alþjóðaskrifstofu:
-Nafn og land móttökuaðila.
-Dagsetningar starfsnámsins.
-Tungumál starfsnámsins.
-Yfirlýsingu um tryggingarmál undirritaða af nemanda. Skjalið má nálgast hér til hliðar.
 
3. Í framhaldi sendir alþjóðaskrifstofa eftirfarandi til nemanda:
 
-Styrksamning sem nemandi undirritar og sendir aftur til alþjóðaskrifstofu. Mikilvægt er að nemandi kynni sér skilmála í samningi.
 
-OLS tungumálapróf sem nemandi leysir á netinu. Ef tungumál starfsþjálfunar er móðurmál nemanda þarf ekki að taka OLS tungumálapróf.
 
4. Nemandi fyllir út í starfsnámssamning í samráði við móttökuaðila og alþjóðaskrifstofu. Sjá leiðbeiningar að neðan.
 
5. Þegar að skrefum 1-4 er lokið fær nemandi fyrstu greiðslu styrksins, 70% heildarstyrks.
 

Leiðbeiningar um starfsnámssamning

1. Starfsnámssamningar eru fylltir út rafrænt. Nemandi stofnar notendareikning hér og stofnar nýtt "Learning agreement for training (Before mobility)".
 
2. Nemandi fyllir inn alla hluta starfsnámssamningsins í samráði við móttökuaðila.
 
Mikilvægar upplýsingar vegna starfsnámssamnings
Nákvæmar dagsetningar starfsnámssins verða að koma fram undir "Detailed programme of the traineeship". Þar þarf einnig að koma fram greinargóð lýsing á verkefnum og ábyrgð starfsnemans.
 
Undir evaluation plan skrifar nemandi: The student will receive a Traineeship certificate at the end of the placement period.
 
Tengliður í heimaskóla (sending institution) er: Þorgerður Edda Hall, verkefnastjóri (e. project manager), thall [at] lhi.is, +3545452222.
 
Tafla B:
Fyrir starfsnám að sumri er hakað við "The traineeship is voluntary" og að nemandi fái 2 ECTS einingar. Hakað við "yes" fyrir Transcript of Records og Diploma Supplement, en "no" fyrir Europass.
Fyrir starfsnám eftir útskrift er hakað við "The traineeship is carried out by a recent graduate" og hakað við "no" í önnur box. 
 
Allir: Í tryggingarhluta er hakað við "no".
 
LHÍ veitir ekki nemendum tryggingar í starfsþjálfun, en gert er ráð fyrir að móttökuaðili eða nemandi sjálfur sjái um tryggingamál (nánari upplýsingar í tryggingaryfirlýsingu til hliðar).
 
3. Nemandi sendir fullkláraðan starfsnámssamning á alþjóðaskrifstofu í gegnum kerfið (ýtir á "Send to sending inst.coordinator"). Starfsmaður alþjóðaskrifstofu les yfir samninginn og lætur nemanda vita ef einhverju þarf að breyta, fær samþykki fagstjóra á samninginn og skrifar svo undir.
 
4. Að lokum sendist samningurinn sjálfkrafa á móttökuaðilann sem einnig skrifar undir.
 

Við lok starfsþjálfunar

Eftir að starfsþjálfun lýkur þarf nemandi að standa skil á eftirfarandi gögnum:
 
1. Traineeship certificate undirritað af móttökuaðila. Nemandi biður móttökuaðila að senda skjalið til alþjóðaskrifstofu. Skjalið má nálgast skjalið hér til hliðar.
 
2. Fylla út EU participant report (sendist sjálfkrafa í lok starfsþjálfunartímabils á uppgefið tölvupóstfang í umsókn).
 
3. Taka síðara OLS tungumálapróf (ef við á).
 
4. Fylla út könnun LHÍ um starfsþjálfun.
 
Eftir að nemendur hafa lokið öllum skrefum að ofan er hægt að óska eftir lokgreiðslu hjá alþjóðaskrifstofu. 

Eyðublöð

Tengiliður vegna starfsnáms

Þorgerður Edda Hall, thall [at] lhi.is