Umsóknarferli

Umsókn um nám í Listaháskóla Íslands er fyllt út í umsóknargátt
Umsóknarferlið er í tveimur skrefum: í fyrra skrefinu er umsóknin fyllt út með fylgigögnum og umsóknargjald er greitt. Seinna skrefið er inntökuferli. ​
 Í rafrænu umsókninni gefst umsækjanda kostur á að tilgreina ástæður umsóknar, markmið, framtíðarsýn og fleira í stuttum texta.  

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn rafrænni áheyrnarprufu. Myndbandsupptökurnar mega vera að hámarki 3 mánaða gamlar. Hvert sönglag eða aría auk talaðs texta þarf að vera flutt í einni töku án klippinga en ekki er nauðsynlegt að flytja alla dagskrána í einni töku. Umsækjandi sendir hlekk á upptökuna þar sem hægt er að sækja hana. Eftir að upptaka hefur verið metin er umsækjandi boðaður í viðtal með inntökunefnd. 
  

Til að umsókn sé fullgild þarf að borga umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að berast Listaháskólanum: 

1. Prófskírteini (ljósrit gildir ekki) 

a) Skannið frumrit  af prófskírteinum og hengið við umsókn, eða 

b) Fáið staðfest afrit af prófskírteinum með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn. 

Umsækjendur fá staðfestingu á því að LHÍ hafi móttekið umsóknina eftir að deildarfulltrúar hafa gengið úr skugga um að umsækjandi hafi skilað inn öllum nauðsynlegum fylgiskjölum og gögnum. 

 

Sérleiðbeiningar fyrir tónlistardeild

Kynningarbréf 

Í kynningarbréfi tekur umsækjandi meðal annars fram upplýsingar um raddsvið og hver er hvati umsóknar í viðkomandi námsleið. 
 

Prófskírteini 

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini úr framhaldsskóla auk námsferilsyfirliti úr tónlistarskóla ef það á við. 
 
a) Skannið frumrit  af prófskírteinum og hengið við umsókn eða

b) Fáið staðfest afrit af prófskírteinum með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn.

c) Fáið staðfest afrit af undangengnu tónlistarnámi ef við á (afrit af nýjasta stigsprófi sem þreytt hefur verið) með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn.
 
 

Inntökupróf í söng 

Verk sem umsækjandi þarf að flytja: 

    •    Tvær aríur og tvö sönglög 

    •    Verkin skulu búa yfir fjölbreyttum eiginleikum, vera frá ólíku tímabili og á mismunandi tungumálum. 

    •    Eintal á íslensku, um tvær mínútur að lengd. Textinn getur verið úr þekktu leikverki, söngleik eða óperu. 

Tilgangurinn er að umsækjandi sýni túlkunarhæfni og textameðferð. Erlendir umsækjendur hafa leyfi til að flytja texta á móðurmáli sínu. Allur flutningur skal vera blaðlaus.  

Lengd: 20 mín.

 

Inntökuferli   

Inntökunefnd er skipuð af deildarforseta og fagstjóra söngbrautar. Inntökunefndin velur nemendur úr hópi umsækjenda sem talið er að hafa forsendur til að stunda söngnám við tónlistardeild og standast þær kröfur sem gerðar eru í tónlistarnámi á háskólastigi. Inntökunefndin hefur að leiðarljósi að viðkomandi geti sem best nýtt sér það nám sem í boði er. 

Inntökuferli fer fram í eftirfarandi þrepum:   

1. Umsóknir og upptökur frá nemendum eru metnar með tilliti til almennra og sérstakra inntökuskilyrða. 

2. Umsækjendum er boðið í viðtal  með inntökunefnd. Viðtalið hefur þann tilgang að kanna almennan áhuga umsækjenda á tilvonandi námi og afstöðu þeirra og viðhorf til listgreinarinnar. 

3. Öllum umsækjendum verður sent skriflegt svar við umsóknum.  

4. Allir sem uppfylla inntökuskilyrði eru boðaðir í stöðupróf í tónfræði, hljómfræði og tónheyrn.  

Inntökuskilyrði: 

Inntökuskilyrði í BMus-nám í söng 

Inntökuskilyrði greinast í almenn og sértæk inntökuskilyrði. 

Almenn inntökuskilyrði 

Miðað er við að umsækjendur um bakkalárnám hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. 

Sértæk inntökuskilyrði  

Umsækjandi um nám í hljóðfæraleik hafi lokið eða stundi nám á framhaldsstigi samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskólanna eða sambærilegt nám.  

Allir sem uppfylla inntökuskilyrði eru boðaðir í stöðupróf í tónfræði, hljómfræði og tónheyrn. 

Undanþágur vegna inntöku 

Listaháskólanum er heimilt að veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þó er við það miðað að umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu. 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 8. janúar 2024

Lokað fyrir umsóknir: 12. apríl 2024

Viðtöl og stöðupróf: Apríl - maí 2024

Umsóknum svarað: Maí - júní 2024

Haustönn hefst: Ágúst 2024

Umsóknargjald: 5000 kr.

UMSÓKNIR

Rafræn Umsókn

SÝNISHORN AF STÖÐUPRÓFUM

1. hluti - tónfræði

2. hluti - hljómfræði

3. hluti - tónheyrn

Hljómfræði I

Hljómfræði II

Theory of Harmony I

Theory of Harmony II

HAFA SAMBAND

Hanna Dóra Sturludóttir 
fagstjóri söngs 
hannas [at] lhi.is
 

FLÝTIVÍSAR

Skólareglur

Háskólalög

Skólagjöld LHÍ

Kennsluskrá LHÍ