Á tónsmíðabraut eru tvær námsleiðir

  • Hljóðfæratónsmíðar: Þriggja ára 180 eininga BA-nám.  
  • Nýmiðlar: Þriggja ára 180 eininga BA-nám.

Bakkalárnám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands er þriggja ára nám sem leiðir til BA gráðu. Frá og með haustinu 2018 er hægt að velja milli tveggja meginleiða í uppbyggingu námsins: hljóðfæratónsmíða og nýmiðla.

Umsóknarferli

Umsóknarferlið er í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu er umsóknin fyllt út, umsóknargjald borgað og sótt um.

Í síðara skrefinu fá umsækjendur staðfestingu á því að LHÍ hafi móttekið umsóknina. 

Hægt er að vista umsókn á meðan verið er að vinna í henni. Athugið að ljósmynd þarf að fylgja rafrænni umsókn. 

Umsókn

Til að umsókn sé fullgild þarf að borga umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að berast Listaháskólanum:
 
1. Prófskírteini (ljósrit gildir ekki)
a) Skannið frumrit af prófskírteinum og hengið við umsókn
eða
b) Fáið staðfest afrit af prófskírteinum með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn.
c) Fáið staðfest afrit af undangengnu tónlistarnámi (afrit af nýjasta stigsprófi sem þreytt hefur verið) með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn. Þetta á við í þeim tilvikum þar sem umsækjandi hefur stundað formlegt tónlistarnám.
 
 
2. Ferilmappa
Ferilmappa með nótum auk hljóðdæma (hljóðfæratónsmíðar) þar sem það á við. Umsækjendur um nýmiðla þurfa einungis að skila hljóðdæmum. Ferilmöppu má annað hvort skila á efnislegu eða rafrænu formi. Þeir sem velja að skila á rafrænu formi geta hengt PDF-skjal og / eða vefslóð inn í umsókn. Ferilmöppu á efnislegu formi skal skilað á skrifstofu tónlistardeildar eða hún send í pósti og skal þá póstlögð eigi síðar en auglýstur frestur rennur út.
 

Inntökuferli

Inntökuferlið er í eftirfarandi þrepum:
 
  • Stöðupróf í tónfræðigreinum (hljóðfæratónsmíðar): Föstudaginn 4. maí, 2018
  • Tækniviðtal (nýmiðlar): Föstudaginn 4. maí, 2018
  • Viðtöl: Laugardaginn 5. maí, 2018
  • Endanlegar niðurstöður: Tilkynntar fyrir lok maí 2018
 

Inntökuskilyrði

Miðað er við að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. 
Allir sem uppfylla inntökuskilyrði eru boðaðir í stöðupróf í tónfræði, hljómfræði og tónheyrn (hljóðfæratónsmíðar) eða tækniviðtal (nýmiðlar).
Að stöðuprófum loknum eru umsækjendur boðaði í viðtal laugardaginn 5. maí.

Undanþágur vegna inntöku

Listaháskólanum er heimilt að veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þó er við það miðað að umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu.
 

Persónuupplýsingar umsækjenda

Meðferð persónuupplýsinga umsækjenda sem hljóta inngöngu í nám
Rafræn umsóknargögn eru varðveitt á meðan á námstíma stendur. Önnur umsóknargögn eru afhent umsækjanda að umsóknarferli loknu, ef umsóknaraðili vitjar ekki gagnanna er þeim eytt að sex mánuðum liðnum.
Námsferlar og útskriftargögn eru varðveitt ótímabundið.
 
Gögn sem innihalda persónuupplýsingar eru ekki látin þriðja aðila í té nema liggi fyrir skýrt samþykki frá þeim sem persónuupplýsingarnar varða eða miðlun upplýsinganna sé í þágu lögbundins hlutverks við framkvæmd laga og er þá upplýsingum aðeins miðlað að því marki sem nauðsynlegt er til að rækja lagaskyldu.
 
Vinnslan er nauðsynleg til að uppfylla lagaskyldu skv. 25. gr. laga um háskóla nr 63/2006.
 
Meðferð persónuupplýsinga umsækjenda sem ekki hljóta inngöngu í nám
 
Rafrænum umsóknargögnum er eytt að sex mánuðum liðnum. Önnur umsóknargögn eru afhent umsækjanda að umsóknarferli loknu. Ef umsóknaraðili vitjar ekki gagnanna er þeim eytt að sex mánuðum liðnum.