Umsóknarferli
Umsóknin
Inntökuferli
1. ÞREP
- Rafræn umsókn + Myndbandsupptaka af flutningi á eintali.
- Opnað fyrir umsóknir 16. október 2023.
- Lokað fyrir umsóknir í 30. nóvember 2023.
- Þriggja manna inntökunefnd horfir á myndbönd þeirra sem uppfylla öll inntökuskilyrði.
- Niðurstöður úr 1. þrepi verða sendar til umsækjenda með tölvupósti í desember 2023.
Þættir sem inntökunefnd metur í 1. þrepi eru:
- Samsömunarhæfni.
- Textavinna: Hæfni og möguleikar umsækjanda til að nálgast texta og vinna úr honum á skapandi hátt.
- Hugmyndaauðgi: Hæfni til að finna hugmyndum sínum farveg með skapandi hætti.
Leiðbeiningar fyrir 1. þrep.
Þú velur eitt af eftirfarandi eintölum til flutnings (PDF linkar):
Myndbandsupptakan má vera að hámarki tvær mínútur.
-
Ef tvær mínútur duga ekki til að flytja allan textann þá er leyfilegt að klippa framan af eða aftan af upptökunni svo hún verði 2 mínútur.
-
Innsenda upptakan þarf hinsvegar að vera óslitin þ.e. ekki er leyfilegt að skeyta saman tveimur eða fleiri upptökum.
-
Það skiptir ekki máli hvort við fáum að sjá nákvæmlega allt. Mikilvægast er að þú sért sátt/ur.
-
Með 2 mínútna reglunni erum við að gæta að jafnrétti allra umsækjenda. Allir fá sama tíma í þessu þrepi sem og í þrepi 2 og 3.
-
Umsóknin er talin ógild og verður ekki metin ef myndbandið hefur verið slitið í sundur eða er lengra en tvær mínútur.
-
Flutningurinn verður að fara fram á íslensku.
-
Það skiptir ekki máli fyrir hvaða kyn hlutverkið var upphaflega skrifað.
-
Ef umsækjendur kjósa mega þeir breyta persónugerð orða. Dæmi: ,,ég er glöð - ég er glaður - ég er glatt"
-
Að öðru leyti er ekki leyfilegt að breyta textanum.
-
Þar sem um eintal er að ræða er ekki æskilegt að hafa mótleikara.
-
Taktu upp myndbandið eins og þú værir fyrir framan áhorfendur.
-
Gakktu úr skugga um að myndin sýni allan líkamann.
-
Mikilvægt er að upptakan sé góðum mynd- og hljóðgæðum.
-
Upptakan skal vera tekin upp í einni töku og án aðdráttar (zoom).
-
Upptökubúnaðurinn verður að vera kyrr meðan á tökunum stendur. Lóðrétt eða lágrétt upptaka er valkvæð (portrait / landscape).
-
Ekki skal notast við neina leikmuni.
-
Ekki skal nota tónlist eða hljóðmynd.
-
Ekki skal bæta við neinum tæknibrellum (effect).
Hér má skoða leiðbeiningar myndband:
Hvernig deila á myndbandsupptökunum:
Hér má sjá kynningarvideo á hvernig hlaða á upp "unlisted" youtube myndbandi:
2. ÞREP
- Umsækjendur sem komast áfram í 2. þrep fá nánari upplýsingar sendar með tölvupósti.
- Inntökumatið í 2. þrepi fer fram í janúar 2024.
- 2. þrep samanstendur af radd- og líkamsupphitun, hópverkefni og flutningi á tveimur eintölum; sama eintal og flutt var á myndbandinu sem skilað var með umsókn og annað eintal sem þeir velja til viðbótar. Eintalið skal vera valið af síðu skólans og vera ólíkt því fyrra. Annað eintalið skal vera í bundnu máli (leiktexti, ekki ljóð). Inntökunefnd fær að sjá brot úr báðum eintölum og leikstýrir öðru þeirra.
- Niðurstöður úr 2. þrepi verða sendar til umsækjenda með tölvupósti fyrri part janúar 2024.
Þættir sem inntökunefnd metur í 2. og 3. þrepi eru:
- Samsömunarhæfni.
- Líkamsbeiting: hæfni og möguleikar umsækjanda til líkamlegrar vinnu í rými og tíma. Horft er m.a til mýktar, úthalds, hrynjanda og styrks.
- Rýmisskynjun: hæfni og möguleikar umsækjanda til að skynja líkama sinn í samhengi við það rými og þær aðstæður sem hann er í hverju sinni.
- Raddbeiting: hæfni og möguleikar umsækjanda til að vinna með mýkt, úthald, hrynjandi og styrk raddarinnar.
- Textavinna: hæfni og möguleikar umsækjanda til að nálgast texta og vinna úr honum á skapandi hátt.
- Samvinna: hæfni umsækjanda til samvinnu. Hvernig viðkomandi tekur leiðbeiningum og hugmyndum annarra. Horft er til sjálfstæðis og frumkvæðis í vinnu.
- Hugmyndaauðgi: Hæfni til að finna hugmyndum sínum farveg með skapandi hætti. M.a. er horft til forvitni og áræðni í hugmyndum og framsetningu.
- Tjáning og gagnrýnin hugsun: hæfni umsækjanda til að tjá sig um þau verkefni sem hann velur sér og fyrir hann eru lögð.: Hæfni til að finna hugmyndum sínum farveg með skapandi hætti.
3. ÞREP
- Umsækjendur sem komast áfram í 3. þrep fá nánari upplýsingar sendar með tölvupósti.
- Inntökumatið í 3. þrepi fer fram um miðjan janúar 2024.
-
Þeir umsækjendur sem boðið er að taka þátt í þriðja þrepi taka þátt í vinnustofu sem fer fram á 6 daga tímabili.
-
3. þrep samanstendur af radd- og líkamsvinnu, textavinnu og verkefnavinnu með áherslu á frumsköpun og senuvinnu.
- Niðurstöður úr 3. þrepi verða sendar til umsækjenda með tölvupósti í lok janúar 2024.
-
Þeir umsækjendur sem fá boð um skólavist þurfa að staðfesta skólavist sína með tölvupósti fimm vikum eftir að niðurstöður eru birtar og með því að greiða staðfestingargjald. Gjaldið er óafturkræft en gengur upp í skólagjöld mæti viðkomandi til náms um haustið.