Umsóknarferli

Umsókn um nám í Listaháskóla Íslands er fyllt út í umsóknargátt
Umsóknarferlið er í tveimur skrefum: í fyrra skrefinu er umsóknin fyllt út með fylgigögnum og umsóknargjald er greitt. Seinna skrefið er inntökuferli. 

Tvær námsleiðir eru í boði:
  • 3 ára bakkalárnám í hljóðfæraleik
  • ​2 ára diplómanám í hljóðfæraleik 
 

Sérleiðbeiningar fyrir tónlistardeild

Kynningarbréf 

Í kynningarbréfi tekur umsækjandi meðal annars fram á hvaða hljóðfæri hann leikur og hver er hvati umsóknar í viðkomandi námsleið. 
 

Prófskírteini 

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini úr framhaldsskóla auk námsferilsyfirliti úr tónlistarskóla ef það á við. 
 
a) Skannið frumrit  af prófskírteinum og hengið við umsókn eða

b) Fáið staðfest afrit af prófskírteinum með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn.

c) Fáið staðfest afrit af undangengnu tónlistarnámi ef við á (afrit af nýjasta stigsprófi sem þreytt hefur verið) með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn.
 
 

Tenglar

Umsækjendur geta sent inn tengla af tónlist og tónlistarflutningi. Athugið myndbandsupptaka kemur að jafnaði ekki í stað áheyrnarprufu í hljóðfæraleik.* 
 
 

Inntökuferli

Inntökuferlið er í eftirfarandi þrepum:
  • Stöðupróf í tónfræðigreinum: apríl-maí 2024
  • Áheyrnarprufur og viðtöl:  apríl-maí 2024
  • Endanlegar niðurstöður: Tilkynntar fyrir lok maí 2024

 

Almenn inntökuskilyrði

Miðað er við að umsækjendur um bakkalárnám hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi.​

 

Undanþágur vegna inntöku

Listaháskólanum er heimilt að veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þó er við það miðað að umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu. 

 

Hljóðfæraleikur

Sértæk inntökuskilyrði: Umsækjandi um nám í hljóðfæraleik hafi lokið eða stundi nám á framhaldsstigi samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskólanna eða sambærilegt nám.  
 
Áheyrnarprufa í hljóðfæraleik: Í hljóðfæraleik skal leika eina æfingu/etýðu eða einleiksverk sem sýnir tæknilega færni viðkomandi og tvö verk frá mismunandi tímabilum tónlistarsögunnar sem sýna breidd í færni og túlkun. 
 
Verk sem mælt er með að séu á efnisskránni (lengd 20-30 mín):
  • Blásturshljóðfæri: Fyrsti þáttur úr klassískum konserti
  • Strengjahljóðfæri: Þáttur úr einleiksverki eftir J. S. Bach 
  • Píanó: Fyrsti þáttur úr klassískri sónötu

 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 8. janúar 2024

Lokað fyrir umsóknir: 12. apríl 2024

Viðtöl og stöðupróf: Apríl - maí 2024

Umsóknum svarað: Maí - júní 2024

Haustönn hefst: Ágúst 2024

Umsóknargjald: 5000 kr.

UMSÓKNIR

Rafræn Umsókn

SÝNISHORN AF STÖÐUPRÓFUM

1. hluti - tónfræði

2. hluti - hljómfræði

3. hluti - tónheyrn

Hljómfræði I

Hljómfræði II

Theory of Harmony I

Theory of Harmony II

HAFA SAMBAND

Peter Máté
fagstjóri hljóðfæraleiks 
peter [at] lhi.is

FLÝTIVÍSAR

Skólareglur

Háskólalög

Skólagjöld LHÍ

Kennsluskrá LHÍ